Ragnar Þór leiðir aðgerðahóp Ingu Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 11:14 Ragnar Þór Ingólfsson er þingmaður Flokks fólksins. Fyrir það var hann formaður VR og beitti sér talsvert í húsnæðismálum. Vísir/Vilhelm Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur skipað aðgerðahóp um bráðaaðgerðir í húsnæðismálum og úrbætur til lengri tíma. Í hópnum sitja þrír þingmenn, einn úr hverjum stjórnarflokki, auk fulltrúa frá ráðuneytinu og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að aðgerðahópurinn sé svo skipaður: Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, formaður Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kortleggja áskoranir Þá segir að að hlutverk aðgerðahópsins sé fyrst og fremst að kortleggja áskoranir í húsnæðismálum og leggja fram tillögur að aðgerðum. Markmiðið sé að landsmenn búi við húsnæðisöryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Við boðuðum bráðaaðgerðir í húsnæðismálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda þolir ástandið á húsnæðismarkaði enga bið. Að sama skapi er mjög mikilvægt að aðgerðahópurinn horfi fram á veginn og leggi fram tillögur að aðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma til að koma á heilbrigðari húsnæðismarkaði. Við ætlum okkur að ráðast í þjóðarátak í húsnæðisuppbyggingu þar sem áhersla verður lögð á að fjölga íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og auka húsnæðisöryggi fólks,“ er haft eftir Ingu. Fá ekki krónu fyrir Vinna hópsins grundvallist á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins svo og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun húsnæðisstefnu sem samþykkt hafi verið á Alþingi síðastliðið sumar. Hún sé einnig liður í endurskoðun húsnæðisstefnu og eftirfylgni með skuldbindingum stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar 2024. Loks segir að ekki sé greitt fyrir setu í hópnum. Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Leggur fram tillögu um að breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðs Íslands segir að aðgerðahópurinn sé svo skipaður: Ragnar Þór Ingólfsson, þingmaður Flokks fólksins, formaður Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar Guðbrandur Einarsson, þingmaður Viðreisnar Lísa Margrét Sigurðardóttir, lögfræðingur í félags- og húsnæðismálaráðuneytinu Anna Guðmunda Ingvarsdóttir, aðstoðarforstjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar Kortleggja áskoranir Þá segir að að hlutverk aðgerðahópsins sé fyrst og fremst að kortleggja áskoranir í húsnæðismálum og leggja fram tillögur að aðgerðum. Markmiðið sé að landsmenn búi við húsnæðisöryggi og jafnrétti í húsnæðismálum og að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði. „Við boðuðum bráðaaðgerðir í húsnæðismálum í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar enda þolir ástandið á húsnæðismarkaði enga bið. Að sama skapi er mjög mikilvægt að aðgerðahópurinn horfi fram á veginn og leggi fram tillögur að aðgerðum og kerfisbreytingum til lengri tíma til að koma á heilbrigðari húsnæðismarkaði. Við ætlum okkur að ráðast í þjóðarátak í húsnæðisuppbyggingu þar sem áhersla verður lögð á að fjölga íbúðum með viðráðanlegum húsnæðiskostnaði og auka húsnæðisöryggi fólks,“ er haft eftir Ingu. Fá ekki krónu fyrir Vinna hópsins grundvallist á stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins svo og fyrirliggjandi aðgerðaáætlun húsnæðisstefnu sem samþykkt hafi verið á Alþingi síðastliðið sumar. Hún sé einnig liður í endurskoðun húsnæðisstefnu og eftirfylgni með skuldbindingum stjórnvalda til að greiða fyrir gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í febrúar 2024. Loks segir að ekki sé greitt fyrir setu í hópnum.
Húsnæðismál Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Efnahagsmál Fasteignamarkaður Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Fleiri fréttir Leggur fram tillögu um að breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Sjá meira