Fékk fjórtán milljónir fyrir einn þrist Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. febrúar 2025 17:32 Shaquille O'Neal og Kenny Smith fögnuðu með Jaren Barajas eftir að hann sigraði Damian Lillard í skotkeppni. getty/Thearon W. Henderson Heppinn áhorfandi á Stjörnuleiknum í NBA fékk rúmlega fjórtán milljónir íslenskra króna fyrir að vinna Damian Lillard í skotkeppni. Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren. NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira
Stjörnuleikurinn í NBA fór fram í Chase Center, heimavelli Golden State Warriors, í nótt. Leikurinn var með nýju sniði en fjögur lið öttu þar kappi; lið sem sjónvarpsmennirnir og fyrrverandi leikmennirnir Shaquille O'Neal, Kenny Smith, og Charles Barkley völdu og svo úrvalslið nýliða í deildinni. Liðið hans Shaq bar sigur úr býtum en það vann liðið hans Barkley í úrslitaleiknum, 42-35. Stephen Curry skoraði tólf stig og var valinn bestur á sínum heimavelli. Fleiri fóru glaðir út úr Chase Center í gær, þar á meðal átján ára háskólanemi að nafni Jaren Barajas. Hann mætti Lillard, leikmanni Milwaukee Bucks, í skotkeppni. Hann þurfti að hitta úr einu þriggja stiga skoti frá NBA-merkinu (milli teigsins og miðjunnar) áður en Lillard hitti úr þremur til að vinna hundrað þúsund Bandaríkjadollara. Lillard hitti úr tveimur skotum áður en Jaren negldi einu niður, spjaldið og ofan í, í þann mund sem klukkan rann út. Hann fór því hundrað þúsund Bandaríkjadölum ríkari frá Stjörnuleiknum. Það samsvarar rúmlega fjórtán milljónum íslenskra króna. “I played basketball growing up, I stopped… but I play basketball a lot”- Jaren the absolute beast pre-winning 100k in a 3 point contest against Damian Lillard pic.twitter.com/iWWi3kJ20e— Sports (@Sports) February 17, 2025 „Þetta skiptir öllu máli fyrir mig. Þetta hjálpar fjölskyldu minni og framtíð minni mikið. Vonandi borgar þetta námið mitt,“ sagði Jaren eftir skotkeppnina. Jaren bjóst ekki við að fara á Stjörnuleikinn en pabbi hans Jarens keypti miða á laugardaginn. Hann var svo óvænt beðinn um að taka þátt í skotkeppninni. Hann nýtti spjaldið þegar allt var undir, eins og pabbi hans hafði kennt honum. „Tíminn var að renna út. Það voru þrjátíu sekúndur eftir og pabbi segir mér alltaf að nota spjaldið. Og ég gerði það. Ég vann Damian Lillard,“ sagði Jaren.
NBA Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Sjá meira