Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun