Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 17. febrúar 2025 11:03 Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skóla- og menntamál Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Þann 27. nóvember síðastliðinn sendi ég grein inn á Vísi: „Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið?“ HVIN-ráðherrann Áslaug Arna svaraði greininni daginn eftir með greininni „Pólitík í pípunum“. Hún gaf sér að þetta væri allt saman byggt á misskilningi, að um einangrað tilvik væri að ræða og að ég hlyti að skrifa greinina í annarlegum tilgangi þar sem við værum ekki flokkssystkini. Því miður er þetta enginn misskilningur; búið er að gjaldfella iðnnámið. Málið snýst um breytingar sem hafa leitt til þess að iðnaðarmenn frá Austur-Evrópu þurfa ekki að þreyta sama iðnnám og íslenskir iðnnemar en fá samt sitt nám metið til jafns við okkur Íslendinga. Íslenska meistarabréfið er tveggja ára nám sem veitir starfsleyfi í lögverndaðri iðngrein ásamt því að mega taka nemendur á námssamning. Í Austur-Evrópu nægir hins vegar að sitja eitt helgarnámskeið og er það nú borið að jöfnu við okkar meistarabréf. Breytingin átti sér stað árið 2024 þegar þáverandi HVIN-ráðherra, Áslaug Arna, fól nýrri skrifstofu sem hún stofnaði, ENIC/NARIC (E/N), að meta menntun erlendra iðnaðarmanna. Í dag eru því meistarabréf frá Austur-Evrópu komin á lista hjá sýslumanni sem viðurkennd prófskírteini, og þeir sem hafa meistarabréf frá Austur-Evrópu geta fengið íslenska meistarabréfið. Búið er að benda sýslumanni á að þetta stangist á við lög, en sýslumaður sinnir ekki skyldum sínum og neitar að beita sér í málinu – þó svo að lög kveði á um að sýslumaður eigi að kanna réttmæti gagna. Þetta er auðvitað stórfurðulegt mál, og eftir að ég vakti athygli á þessu í nóvember hafði blaðamaður frá Morgunblaðinu samband við mig. Hann vildi vekja máls á þessari gjaldfellingu iðnnáms, var sammála að þetta væri fáránlegt og vildi gera frétt úr málinu. Tónninn breyttist þó skyndilega þegar ég nefndi að Áslaug Arna ætti hlut að máli. Það kom smá þögn í samtalinu og síðan var sagt: „Heyrðu… ég ætla að skoða málið aðeins betur og verð svo í sambandi.“ Það kemur kannski fáum á óvart að ég bíð enn eftir að blaðamaðurinn hringi aftur í mig. Stéttin sem Sjálfstæðisflokkurinn kaus að yfirgefa þarf núna að gera upp við sig hvort Sjálfstæðisflokkurinn, sem áður kenndi sig við stétt með stétt, sé sá flokkur sem passar upp á hagsmuni okkar iðnaðarmanna. Í mannvirkjagerð hér á Íslandi starfa tugir þúsunda, og þar er fjöldinn allur af atkvæðum sem allir flokkar ættu að hafa hugfast þegar næst verður kosið í Alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjarlægst iðnaðarstéttina með því að gjaldfella íslenska iðnnámið. Iðnaðarmenn fylgjast því grannt með því hver verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins og hver afstaða nýs formanns verður til íslenskra iðnaðarmanna. Ég minntist á það hér í upphafi að í svargrein sinni sagði Áslaug Arna að ég færi með fleipur og þetta væri einangrað atvik. Staðreyndin er hins vegar sú að nýverið fór hópur íslenskra iðnaðarmanna saman til Austur-Evrópu og sat umrætt helgarnámskeið. Þeir eru komnir með meistarabréf frá Austur-Evrópu og geta nú fengið íslenska meistarabréfið með því að framvísa því erlenda. Aðför Sjálfstæðisflokksins að stétt íslenskra iðnaðarmanna mun seint gleymast. Höfundur er formaður Félags pípulagningameistara.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun