„Mér finnst þetta ekki vera hægagangur“ Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. febrúar 2025 19:21 Líf Magneudóttir er oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Vísir/Sigurjón Meirihlutaviðræður vinstri flokka í Reykjavíkurborg ganga vel að sögn oddvita Vinstri grænna. Hún er ekki sammála ummælum oddvita Sjálfstæðisflokksins að um seinagang sé að ræða. Húsnæðismálin hafa verið áberandi í viðræðunum. Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf. Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira
Oddvitar Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata, Flokks fólksins og Sósíalista hafa fundað síðustu daga til að mynda meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkurborgar eftir að Einar Þorsteinsson borgarstjóri sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar, Samfylkingarinnar, Pírata og Viðreisnar. „Ég hef góða tilfinningu fyrir því að við náum að klára að mynda þennan meirihluta. En við formgerðum okkar viðræður fyrir fjórum dögum þannig ég skil vel að fólk er óþreyjufullt eftir að fá eitthvað og vita eitthvað og ég er sjálf óþreyjufull. Þannig ég skil þetta en mér finnst ekki vera hægagangur, við erum bara ekki verklausar nema síður sé og við erum búnar að standa okkur gríðarlega vel við að funda,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, sakaði oddvitana um seinagang í meirihlutaviðræðum í Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Hún sagði það vekja furðu hvað viðræðurnar taki langan tíma. Sjá hér: Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Líf tekur gagnrýni Hildar ekki alvarlega, oddvitarnir sem standa að meirihlutaviðræðum vilji vanda til verka. „Nei veistu ég held hún sé bara spennt að vita, ég held að það sé hennar gagnrýni. Ég held hún hafi notað orð eins og lamandi hægagangur og eitthvað svoleiðis en þá vil ég segja við erum heldur betur ekki verklausar og það er góður gangur í okkar samtali og samvinnu,“ segir Líf. „Ég myndi ekki segja að fjórir dagar sé ógurlegur tími þegar við höfum líka þurft að átta okkur á aðstæðum sem voru skapaðar fyrir okkur. Mér finnst þetta ekki vera hægagangur.“ Húsnæðismál á dagskrá í dag „Við erum ennþá að fara yfir alla þætti sem snúa að borgarbúum og þjónustu við þá og öll svið borgarinnar. Þannig að við höfum mestmegnis verið að ræða húsnæðismálin en líka skólamálin og svo tókum við aðeins fyrir þessa þjónustu, starfræn vegferð,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavíkurborg. Hún segir það hins vegar of snemmt að tilkynna hverjar aðgerðir meirihlutans séu í húsnæðismálum. „Það tekur sinn tíma að byggja, það tekur tíma að skipuleggja og það eru ekki til neinar barbabrellur eða töfralausnir sem hægt er að grípa strax til. En það er kannski hægt að hnikra einhverju til og breyta einhverju þannig að íbúar sjái skóflustunguna,“ segir Líf. Húsnæðismálin séu þá ekki einungis ábyrgð Reykjavíkurborgar heldur sé það samvinnuverkefni ríkis og borgar að sjá fyrir húsnæði íbúa. Þeir oddvitar sem standa í viðræðum séu þó sammála um stóru málin sem þurfi að fara í. Einungis fimmtán mánuðir eru eftir af kjörtímabilinu. „Það voru auðvitað þessar þreifingar sem áttu sér stað áður en við formgerðum okkar samtal. Stóru málin, stóru strokurnar sem að við erum allar sammála um. Þannig nú er að verkefnabinda þetta og það krefst yfirlegu vegna þess að verkefni kosta og við þurfum auðvitað að eiga fyrir þeim. Þannig að þetta er í rauninni vinnan sem við erum að liggja yfir núna,“ segir Líf. Hún neitaði að þátttaka hennar væri eins konar kosningaútspil. „Ég vona að ég nái að koma verkefnum á skrið sem að gagnast borgarbúum. Þetta snýst ekki um mig, þetta snýst ekki um Vinstri græn og þetta er síður en svo eitthvað kosningaútspil til þess að ná einhverjum atkvæðum,“ segir Líf.
Reykjavík Borgarstjórn Vinstri græn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Fleiri fréttir Barst tilkynning um olíustuldur í Hafnarfirði Segir Heimildina stunda „rætna herferð“ gegn ferðaþjónustunni Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Sjá meira