Fá að heyra það eftir tap gegn Víkingum: „Óásættanlegt og óafsakanlegt“ Aron Guðmundsson skrifar 14. febrúar 2025 10:02 Víkingar stóðu sig frábærlega gegn Panathinaikos í gær og unnu sögulegan sigur Vísir/Samsett mynd Víkingur Reykjavík vann sögulegan 2-1 sigur á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspilum um laust sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar í Helsinki í gær. Sögulegur sigur Víkinga sem fer ekki vel í Grikkina, leikmenn Panathinaikos fá að heyra það heima fyrir. Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Sjá meira
Grískir miðlar fara ekki mjúkum höndum um lið Panathinaikos í kjölfar tapsins. Nikos Athanasiou, blaðamaður Gazettunnar í Grikklandi segir frammistöðu liðsins og tapið óásættanlegt og óafsakanlegt með öllu. „Leikmenn Panathinaikos voru vonlausir gegn leikmönnum Víkings sem spiluðu þennan leik eins og hann væri þeirra síðasti, þeir sýndu dug og hjarta, hugrekki og höfðu skýrt plan. Þeir gerðu lítið úr hátt launuðum kollegum sínum.“ Hann vill að þeir 150 stuðningsmenn Panathinaikos sem gerðu sér ferð til Helsinki fái miðann sinn endurgreiddan. „Þeir eyddu miklum fjárhæðum til að geta komist til Helsinki, studdu við bakið á liðinu í heimskautskulda og snúa nú aftur sorgmæddir til Aþenu. Þeir horfðu á þessa hörmungar frammistöðu á með eigin augum á staðnum. Mér finnst það lágmarks krafa að Panathinaikos sýni þeim þá virðingu að endurgreiða þeim miðann sinn og bjóða þeim frítt á næsta leik.“ Það var Davíð Örn Atlason sem kom Víkingum yfir í gær með sínu fyrsta Evrópumarki. Matthías Vilhjálmsson tvöfaldaði svo forystu Víkinga á 56.mínútu áður en gestirnir minnkuðu muninn af vítapunktinum undir blálokin. Leftera Bakolias, blaðamaður SDNA tekur í svipaðan streng og kollegi sinn hjá Gazettunni. Úrslitin í gær séu niðurlægjandi fyrir Panathinaikos. „Þetta tap er skammarlegt. Kvöld niðurlægingar í sögu Panathinaikos. Hver sá sem klæðist treyju félagsins hefur engan rétt á því að smána félagið svona.“ Panathinaikos sé núna aðhlátursefni. Seinni leikur Panathinaikos og Víkings Reykjavíkur, sem verður sýndur í beinni á Vodafone Sport, fer fram í Aþenu eftir tæpa viku. Víkingur leiðir einvígið 2-1 en samanlögð úrslit úr leikjunum tveimur skera úr um það hvort liðið kemst í 16-liða úrslit Sambandsdeildar Evrópu.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05 Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41 „Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39 Mest lesið „Ég krossa fingur og vona að þetta verði í síðasta skiptið í bili“ Sport Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Enski boltinn Veitingastaður Usains Bolts í ljósum logum Sport Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Fótbolti Eftir rafmagnað og rosalegt kvöld standa bara fjórir eftir í pílunni Sport Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Körfubolti Helgi Verstappen varð enn betri: Norris og Piastri dæmdir úr leik Formúla 1 „Þetta verður óvæntasti sigurinn í boxsögunni“ Sport Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Enski boltinn Fleiri fréttir Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Arsenal - Tottenham | Norður-Lundúnaslagur Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Sjá meira
Dómarinn sem dæmdi víti á Víkinga fór í rangan skjá Víkingar fengu á sig umdeilt víti í kvöld í 2-1 sigri á Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í sextán liða úrslitum Sambandsdeildarinnar. 13. febrúar 2025 23:05
Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. 13. febrúar 2025 20:41
„Þetta er allt svona hálfóraunverulegt núna“ Davíð Örn Atlason skoraði fyrra mark Víkinga í kvöld í frábærum 2-1 sigri á gríska félaginu Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu. Leikurinn fór fram í Helsinki í Finnlandi en var heimaaleikur Víkinga. 13. febrúar 2025 20:39