Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:41 Sölvi Geir Ottesen fer vel af stað í starfi sem aðstoðarþjálfari Víkings. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Líkur Íslands á verðlaunum snaraukist Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu