Sölvi sáttur en svekktur með vítadóminn: „Hefði verið betra en eins marks forskot“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 13. febrúar 2025 20:41 Sölvi Geir Ottesen fer vel af stað í starfi sem aðstoðarþjálfari Víkings. Ville Vuorinen - UEFA/UEFA via Getty Images Sölvi Geir Ottesen stýrði Víkingum til 2-1 sigurs gegn Panathinaikos í sínum fyrsta alvöru leik sem aðalþjálfari liðsins. Hann var ánægður með, nánast, fullkomna byrjun í starfi en ósáttur við vítaspyrnudóminn. Upplegg hans skilaði sér inn á völlinn, leikmenn sýndu ákefð á öllum sviðum leiksins og Sölvi er bjartsýnn á góð úrslit í seinni leiknum. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir neðan. Klippa: Sölvi Geir eftir sigur gegn Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar „Ég er virkilega sáttur með þennan sigur. Þetta var risasigur hjá okkur. Mikilvægur sigur. Stærsti leikur í íslenskri félagsknattspyrnu og frammistaðan hjá okkur, ég á varla til orð yfir hvað strákarnir lögðu mikið hjarta í þennan leik og baráttuvilja. Leikurinn þróaðist svosem nokkurn veginn eins og við héldum, vissum að við þyrftum að liggja lágt niðri. Verja teiginn okkar, verja markið okkar og við gerðum það virkilega vel. Menn slökktu aldrei á sér gegnum allan leikinn. Ég er virkilega sáttur með frammistöðuna og stoltur af þeim,“ sagði Sölvi fljótlega eftir leik. Næstum því fullkomin byrjun Þetta var fyrsti alvöru leikurinn síðan Sölvi tók við starfi aðalþjálfara af Arnari Gunnlaugssyni. Hann hefði, varla, getað farið betur. „Hann vissulega fór mjög vel en við hefðum getað sleppt vítinu þarna í lokin og farið með 2-0 forskot,“ sagði Sölvi léttur í bragði en hann var samt gríðarlega sáttur með úrslitin. „Þetta víti sem við fáum á okkur, mér var sagt að það væri búið að flauta áður en olnboginn á sér stað, þannig að ef svo er þá á þetta aldrei að standa. Sem er vissulega svekkjandi fyrir okkur að fá þetta mark á okkur. 2-0 forskot inn í seinni leikinn, sem verður virkilega erfiður á þeirra heimavelli, hefði verið betra en eins marks forskot.“ Ráðist á frákast í báðum mörkum Bæði mörk Víkinga voru skoruð eftir frákast, þar sem Víkingar voru fljótir að átta sig og ráðast á boltann. „Við vorum ákveðnir á öllum sviðum leiksins, þar á meðal inni í boxinu hjá þeim. Við vissum að boltinn kæmi þarna inn og við settum mikinn fókus á að fylla boxið vel, sem við erum góðir í… Ef við getum spilað svona áfram í seinni leiknum erum við í stórum möguleika á að komast áfram.“ Tveir tæpir „Oliver [Ekroth] byrjaði að finna fyrir stífleika aftan í læri. Þannig að við vildum ekki taka neina áhættu með hann. Aron Elís stífnaði upp í kálfanum [og var skipt út af]. [Jón Guðni og Matthías Vilhjálmsson] komu rosalega flottir inn,“ sagði Sölvi um skiptingarnar sem voru gerðar í upphafi seinni hálfleiks. Seinni leikurinn „Við höldum bara áfram að vera bjartsýnir. Við vorum bjartsýnir fyrir þennan leik og erum bjartsýnir á framhaldið. Þurfum bara að ná sama orkustigi og við sýndum í dag, þá eru okkur allir vegir færir og við getum verið bjartsýnir á góð úrslit en það verður virkilega erfiður leikur. Okkur hlakkar bara til,“ sagði Sölvi um næsta leik liðanna sem fer fram á heimavelli Panathinaikos eftir viku.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Bílstjóri Joshua var ekki með ökuleyfi Sport Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Handbolti Donni dregur sig úr landsliðshópnum Handbolti Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Grét og gat ekki kastað pílum fyrir aðeins fjórum árum Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Fótbolti Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Fótbolti Fleiri fréttir McGinn með tvennu í öruggum sigri Aston Villa „Miklu fagmannlegra heldur en hérna“ Pep segir að Rodri hafi breytt leiknum þegar hann kom inn á Sergio Ramos vill nú kaupa sitt gamla félag en þyrfti þá að fórna einu Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Sjá meira