„Þetta er beinlínis hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 19:11 Skjáskot úr tveimur myndböndum af athæfi mannsins. Vísir Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira