„Þetta er beinlínis hryllingur“ Bjarki Sigurðsson skrifar 13. febrúar 2025 19:11 Skjáskot úr tveimur myndböndum af athæfi mannsins. Vísir Dýraverndunarsinnar segja Matvælastofnun hafa brugðist þegar þau fengu ábendingu af dýraníði hrossaræktanda. Sláandi myndband náðist af athæfinu. Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés. Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Myndbandið í innslaginu hér að neðan tók einstaklingur sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Hann er að reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. „Þetta er bara hræðilegt dýraníð sem sést þarna. Það er algjör skelfing að sjá bæði myndböndin, sérstaklega annað myndbandið þar sem er hert að öndunarvegi ungs folalds. Hljóðin sem heyrast þegar það berst við að halda lífi eru gjörsamlega skelfileg. Þetta er beinlínis hryllingur. Það er verið að kyrkja folaldið,“ segir Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestakona. Sá sem tók myndbandið hringdi strax í Matvælastofnun og vildi að brugðist yrði við um leið. Starfsmaðurinn sem rætt var við vísaði hins vegar á tilkynningarform á heimasíðunni. Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsamtaka Íslands, og Rakel Jónsdóttir, dýraverndunarsinni og hestamaður.Vísir/Einar „Þetta mál varpar ljósi á slæma stöðu þegar kemur að því að gæta velferðar dýra í stjórnkerfinu. Þarna er einstaklingur sem bregst hárrétt við. Verður vitni að þessu ofbeldi og hefur samband við Matvælastofnun sem á að vera með þennan bolta. Fær bara ófullnægjandi svör, engar leiðbeiningar. Hefur sem betur fer rænu á því að hafa samband við lögregluna og þá fer boltinn að rúlla. En í þessu þá brást Matvælastofnun,“ segir Andrés Ingi Jónsson, framkvæmdastjóri Dýraverndarsambands Íslands. Samtökin vilja breyta málaflokkum Matvælastofnunar. „Þetta undirstrikar enn og aftur þörfina á því að eftirlit með velferð dýra verði gert sjálfstætt frá eftirliti með matvælaframleiðslu. Það er fullreynt með það að Matvælastofnun geti haldið utan um þessa tvo ólíku málaflokka svo vél sé. Það eru dýr, lítil folöld, sem líða fyrir það,“ segir Andrés.
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira