Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 10:18 Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper. Getty/Christoph Trost Að minnsta kosti 27 eru særðir eftir að hælisleitandi frá Afganistan ók inn í hóp mótmælenda á götum München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum en yfirvöld telja að um árás sé að ræða. Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira
Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Sjá meira