Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2025 10:18 Bíllinn er af gerðinni Mini Cooper. Getty/Christoph Trost Að minnsta kosti 27 eru særðir eftir að hælisleitandi frá Afganistan ók inn í hóp mótmælenda á götum München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum en yfirvöld telja að um árás sé að ræða. Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025 Þýskaland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Fram kom á blaðamannafundi í morgun að árásarmaðurinn sé 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan en hann ku vera þekktur af lögreglu vegna smáglæpa. Fregnir hafa borist af því að ein kona hafi látið lífið en það hefur ekki verið staðfest. Þá munu börn vera meðal þeirra sem særðust í árásinni. Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í samgöngugeiranum. Bílnum var ekið inn í hóp mótmælenda á götum München.Getty/Michael Fischer Vitni sögðu fyrr í morgun að ökumaðurinn hefði gefið í áður en hann ók inn í þvöguna. Þá hefur Bild eftir heimildarmönnum að lögregluþjónar hafi skotið í rúðu bílsins til að geta opnað hann, vegna þess að hurðunum var læst. Lögreglan segist ekki geta staðfest sögusagnir um að fleiri hafi verið að verki en ökumaðurinn sem búið er að handtaka. Ekkert bendi til annars. Verdi Demo in München.Auto rast in die Demo. pic.twitter.com/cLBHaDebfi— AlternativeMitte (@ZamirSh11842484) February 13, 2025 Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin. Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið. Fréttin hefur verið uppfærð. Aktuell werden ca. 20 verletzte Personen durch die Rettungskräfte versorgt. Über die Schwere der Verletzungen liegen uns noch keine Informationen vor.Deshalb sind unter anderem Rettungshubschrauber im Einsatz.#muc1302 pic.twitter.com/deYRQIrmug— Polizei München (@PolizeiMuenchen) February 13, 2025
Þýskaland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira