Erlent

Ók á fólk á götum München: Börn á meðal hinna slösuðu

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá vettvangi í München.
Frá vettvangi í München. Getty/Peter Kneffel

Margir eru sagðir særðir eftir að bíl var ekið á hóp fólks í München í Þýskalandi í morgun. Ökumaður bílsins var handtekinn á staðnum og segir lögreglan að engin ógn stafi af honum lengur.

Fyrstu fregnir benda til þess að að minnsta kosti fimmtán séu særðir og að ein kona hafi látið lífið, samkvæmt Süddeutsche zeitung. Börn eru sögð meðal hinna slösuðu.

Í frétt Bild segir að bíllinn sé af gerðinni Mini Cooper en honum mun hafa verið ekið á fólk sem var að taka þátt í mótmælum á vegum verkalýðsfélags starfsmanna í almenningssamgöngum.

Stór öryggisráðstefna fer fram í borginni um helgina, þar sem ráðamenn Vesturlanda munu meðal annars ræða innrás Rússa í Úkraínu og önnur öryggismál. Atvikið er sagt hafa átt sér stað tiltölulega skammt frá staðnum þar sem ráðstefnan verður haldin.

Í desember keyrði maður inn í hóp fólks á jólamarkaði í Magdeburg en þá létu sex lífið.

Fréttin verður uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×