„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2025 22:21 Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, gerði sigurkörfuna gegn Grindavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum. UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum.
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Fleiri fréttir Saka ekki alvarlega meiddur Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Sjá meira