„Sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik“ Andri Már Eggertsson skrifar 12. febrúar 2025 22:21 Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, gerði sigurkörfuna gegn Grindavík í kvöld Vísir/Hulda Margrét Dúi Þór Jónsson, leikmaður Álftaness, var hetja kvöldsins þegar hann setti ofan í dramatíska körfu sem reyndist sigurkarfan í tveggja stiga sigri Álftnesinga 92-94. „Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum. UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira
„Þetta var rosalegt. Ég hélt að við værum að fara að missa þetta frá okkur í lokin en við sýndum þvílíkan karakter að vinna þennan leik,“ sagði Dúi Þór hetja Álftnesinga eftir fjórða sigur liðsins í röð. Í stöðunni 92-92 voru tæplega tuttugu og átta sekúndur eftir. Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, tók leikhlé og sóknin endaði með skoti frá Dúa sem kláraði leikinn. „Við áttum að vinna David Okeke niðri en þeir féllu langt inn í teiginn og ég var með opinn tvist og mér leið vel þegar ég skaut.“ Aðspurður út í hvernig honum leið þegar Jeremy Pargo, leikmaður Grindavíkur, tók síðasta skot leiksins en hann hafði gert 39 stig í leiknum. Dúi viðurkenndi að hann hafi verið stressaður. „Ég hugsaði með mér að það hefði verið týpískt að hann hefði hitt þessu skoti þar sem hann var búinn að hitta svona allan leikinn en sem betur fer datt þetta okkar megin.“ Álftanes var yfir nánast allan leikinn og heimamenn náðu fyrst forskotinu þegar tæplega þrjár mínútur voru eftir en að mati Dúa var Grindavík alltaf að hóta því að koma til baka. „Grindavík er sveiflukent lið og þú mátt ekki slaka á þegar þú kemst yfir á móti þeim því þeir eru fljótir að koma til baka en það var vel gert hjá okkur að klára þennan leik.“ Dúi tók undir það að það hafi verið meiri ábyrgð á honum sjálfum ásamt öðrum leikmönnum Álftaness í ljósi þess að Justin James, Bandaríkjamaður Álftnesinga, var frá vegna meiðsla. „Já klárlega við söknuðum hans en sem betur fer verður hann ekki lengi frá og tilbúinn í næsta leik,“ sagði Dúi Þór að lokum.
UMF Álftanes Bónus-deild karla Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Stjörnulið vikunnar hjá Fantasýn: „Teitur var vondi karlinn“ AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Searle vann fyrsta settið á móti Littler Fann liðsfélaga sinn látinn Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Opin æfing hjá strákunum okkar Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace Bílstjóri Anthony Joshua ákærður vegna banaslyssins í Nígeríu Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn Ferrell vakti mikla lukku á hokkíleik: „Gæti þurft að fara inn á“ Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Sjá meira