Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2025 07:02 Elena Rybakina ætlaði að ráða þjálfarann aftur inn í teymið sitt og segist vera ósátt með dóm um brot á henni sjálfri. Getty/Francois Nel Yfirmenn atvinnumótaraðar kvenna í tennis hafa tekið á slæmri framkomu tennisþjálfara við skjólstæðing sinn sem er tenniskona í fremstu röð. Hún sjálf segist þó vera vonsvikin með niðurstöðuna. Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve) Tennis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Tennisþjálfarinn Stefano Vukov hefur verið settur í bann hjá WTA fyrir brot á agareglum. Hann fer í bannið fyrir illa meðferð á tenniskonunni Elenu Rybakina. Hún er sjöunda besta tenniskona heims. Það sérstaka við þetta mál er að hún sjálf vildi ekki að hann yrði dæmdur í bann. Þess í stað vildi hún fá hann aftur inn í þjálfarateymi sitt en með þessum dómi er það úr sögunni. Hann má ekki koma nálægt tennisíþróttinni á næstunni. „Ég er vonsvikin með stöðu mála og hvernig þetta gekk fyrir sig. Ég ætla samt ekki að segja meira um þetta,“ sagði Elena Rybakina eftir leik á Opna katarska mótinu. Rannsakendur á vegum WTA komust að því að Vukov smánaði hana og fór mjög illa með hana þegar hann var þjálfari hennar. Vukov var áður dæmdur í bann og nú hefur áfrýjun hans verið tekin fyrir með sömu niðurstöðu. Það kemur þó ekki fram hversu langt bannið er. Vukov kallaði Rybakinu meðal annars heimska og sagði að hún hefði verið enn í Rússlandi að taka upp kartöflur ef að það væri ekki fyrir hann. Samkvæmt rannsókninni þá grét hún undan honum, hann ýtti henni yfir öll líkamleg mörk sín og hann sá til þess að hún veiktist eftir mikið andlegt og líkamlegt álag. Eftir að hún lét hann fara sem þjálfara sinn þá hélt hann áfram að reyna að áreita hana þótt að hún hafi lokað á samskipti þeirra. Þrátt fyrir þetta vill hún nú að hann þjálfi hana á ný. Elena Rybakina er 25 ára gömul og fædd í Rússlandi. Hún hefur keppt fyrir Kasakstan frá árinu 2018. Rybakina er sjöunda besta tenniskona heims í dag samkvæmt heimslistanum en fór hæst upp í þriðja sæti listans í júní 2023. Hún hefur unnið eitt risamót en það gerði hún á Wimbledon mótinu árið 2022. Hún tapaði úrslitaleik á Opna ástralska mótinu árið 2023. Vukov þjálfaði hana þegar hún vann Wimbledon. View this post on Instagram A post shared by Tennis (@underarmserve)
Tennis Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti