Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. febrúar 2025 07:37 Konungurinn heimsótti forsetann í Hvíta húsið í gær. Getty/Andrew Harnik Abdullah II bin Al-Hussein Jórdaníukonungur ítrekaði á samfélagsmiðlum í gær, eftir fund sinn með Donald Trump Bandaríkjaforseta, að Arabaríkin væru sameinuð í andstöðu sinni gegn hugmyndum um flutning Palestínumanna frá Gasa og Vesturbakkanum. Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins. Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Sagði hann að það ætti að vera forgangsatriði hjá öllum að endurreisa Gasa án þess að flytja íbúa á brott og mæta þörfinni fyrir neyðaraðstoð á svæðinu. Nokkrum klukkustundum áður hafði Trump fullyrt að Bandaríkjamenn hefðu einhvers konar rétt eða vald til þess að „taka“ Gasa en hann hefur þrýst mjög á stjórnvöld í Jórdaníu og Egyptalandi um að taka við íbúum svæðisins. Hugmyndir hans hafa verið fordæmdar af ráðamönnum um allan heim. „Við munum fá Gasa,“ sagði Trump þar sem hann sat við hlið konungsins. „Þetta er stríðshrjáð svæði. Við ætlum að taka það. Við ætlum að halda því. Við ætlum að varðveita það,“ sagði forsetinn. I reiterated Jordan’s steadfast position against the displacement of Palestinians in Gaza and the West Bank. This is the unified Arab position. Rebuilding Gaza without displacing the Palestinians and addressing the dire humanitarian situation should be the priority for all.— عبدالله بن الحسين (@KingAbdullahII) February 11, 2025 Miðlar vestanhafs segja Abdullah II konung hins vegar hafa verið beinskeyttan við Trump í tveggja manna tali en konungurinn sagði á samfélagsmiðlum að friður á grundvelli tveggja-ríkja lausnarinnar væri eina leiðin til að tryggja stöðugleika og að Bandaríkin þyrftu að taka forystu hvað það varðaði. Talsmaður stjórnvalda í Eygptalandi tjáði sig einnig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau myndu vinna með Bandaríkjunum að lausn fyrir Palestínumenn en að þeir þyrftu að fá að vera áfram í heimalandi sínu. Framtíð vopnahlésis á Gasa er í óvissu eftir að Hamas-samtökin gáfu til kynna að þau myndu ekki láta fleiri gísla lausa að svo stöddu. Bæði Trump og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, segja friðinn þá munu verða úti. New York Times hefur eftir Jonathan Panikoff, framkvæmdastjóra Scowcroft Middle East Security Initiative við hugveituna Atlantic Council, að leiðtogar á svæðinu geri nú hvað þeir geta til að viðhalda stöðugleika á svæðinu. Útspil Trump hafi verið sem olía á eld ófriðarbálsins.
Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Jórdanía Egyptaland Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Útför páfans á laugardag Erlent Fleiri fréttir Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent