Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson og Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 12:30 Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Borgarstjórn Reykjavík Húsnæðismál Byggingariðnaður Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Þessa dagana ræðir forystufólk í borgarstjórn Reykjavíkur um myndun meirihluta. Ljóst er að þau sem ná saman þurfa að setja sér skýra stefnu um uppbyggingu í húsnæðismálum strax í upphafi. Þolinmæði almennings er á þrotum þegar kemur að húsnæðismálum og því var málaflokkurinn eðlilega ofarlega á baugi í aðdraganda nýafstaðinna alþingiskosninga þrátt fyrir að sveitarfélögin hafi skipulagsvaldið hjá sér. Það er staðreynd að stefna meirihlutans í Reykjavík í skipulagsmálum undanfarinn áratug eða meira hefur haft afgerandi áhrif á efnahagsmál á Íslandi, enda stærsta sveitarfélag landsins. Landsmönnum hefur fjölgað verulega en íbúðauppbygging í Reykjavík hefur ekki haldið í við vöxt og viðgang samfélagsins. Því til viðbótar hefur uppbyggingin verið kostnaðarsöm og ekki mætt fjölbreyttum þörfum íbúa. Þessi stefna hefur átt stóran þátt í mikilli verðbólgu og háum vöxtum sem kemur við hvert einasta heimili landsins og hvert einasta fyrirtæki. Það er því skýrt ákall um að forystufólk borgarinnar hafi þetta í huga við myndun nýs meirihluta. Þótt nægt land sé í Reykjavík undir íbúðabyggð hefur meirihlutinn með skammsýni og kreddum í skipulagsmálum skammtað lóðir úr hnefanum undanfarin ár. Á sama tíma hefur gjaldtaka borgarinnar líka stóraukist sem skilar sér í hærra verðlagi íbúða. Stærsta sveitarfélag landsins og eina borgin ætti að fara á undan með góðu fordæmi en því hefur verið öfugt farið og hafa nágrannasveitarfélög vaxið hlutfallslega hraðar. Þegar á þarf að halda er verktökum kennt um tafir á uppbyggingu þegar öllum er ljóst að borgaryfirvöld nýta sér upplýsingaóreiðu sér í vil. Þessu þarf að breyta. Fyrri ríkisstjórn áttaði sig á vandanum en fékk sveitarfélögin ekki í lið með sér. Ný ríkisstjórn áttar sig á því hvernig vandinn er vaxinn og hefur áform um stórátak í íbúðauppbyggingu. Samfylkingin undir forystu Kristrúnar Frostadóttur boðaði metnaðarfulla stefnu í húsnæðismálum í aðdraganda kosninga og Viðreisn var á sama stað. Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, skynjar betur en flestir vandann í húsnæðismálum og hefur þegar talað fyrir aukinni uppbyggingu íbúða í anda stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Stefna ríkisstjórnarinnar bendir til þess að horft verði til fjölbreyttrar uppbyggingar en ekki bara til félagslegra íbúða. Til þess að metnaðarfull og um leið nauðsynleg áform ríkisstjórnarinnar gangi eftir þarf borgarstjórn Reykjavíkur, stærsta sveitarfélags landsins, að hraða úthlutun lóða og endurskoða stefnu sína í húsnæðis- og skipulagsmálum. Ríki og borg þurfa að ganga í takt en þar sem skipulagsvaldið er hjá Reykjavíkurborg þá ræður borgin för. Ef marka má orð borgarstjóra liggur fyrir að stefna Samfylkingar og Pírata í Reykjavík hefur ekki stutt við aukna og hagkvæma uppbyggingu íbúða. Meðan slík sjónarmið ráða för við stjórn Reykjavíkurborgar er ljóst að ríkisstjórnin mun hvorki ná markmiðum sínum í húsnæðismálum né í efnahagsmálum til lengri tíma litið. Ákvörðun borgarstjóra um að slíta meirihlutasamstarfinu, meðal annars vegna stefnu i húsnæðis- og skipulagsmálum, eru því líklega bestu fréttir sem ríkisstjórnin gat fengið úr Reykjavík þar sem með því skapast tækifæri til að gera betur í þessum málum. Nú er lag að skipta um kúrs og auka uppbyggingu fjölbreyttra íbúða í Reykjavík i takt við stefnu ríkisstjórnarinnar. Aðgerðir borgarinnar til þess að hraða húsnæðisuppbyggingu geta ekki beðið. Til að byggja fleiri íbúðir þarf að skipuleggja meira og hraðar, einfaldlega leyfisveitingaferli og auka samstarfsviðleitni við byggingaraðila. Nýr meirihluti Reykjavíkurborgar, hver sem hann verður, hefur tækifæri til að sanna að hann hefur skilning á alvöru málsins og sýna ákveðni í verki. Skýr stefna og skjót viðbrögð eru ekki bara æskileg heldur nauðsynleg. Sigurður er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Jóhanna Klara er sviðsstjóri mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun