Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 09:01 Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar