Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 11. febrúar 2025 09:01 Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Þ. Pálsdóttir Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Um miðjan mars munu stúdentar og starfsfólk Háskóla Íslands kjósa nýjan rektor til næstu fimm ára. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér til embættis rektors Háskólans. Ég hef starfað við kennslu og rannsóknir innan skólans um árabil og hef á síðustu sex árum leitt Menntavísindasvið, eitt af fimm fræðasviðum skólans. Ég brenn fyrir málefnum Háskólans í heild og er sannfærð um að öflug sókn á sviði vísinda og háskólamenntunar sé forsenda þess að tryggja framfarir og velferð samfélags okkar, atvinnulífs og stöðu Íslands á alþjóðavettvangi. Traustur fjárhagur Trygg fjármögnun Háskólans og stórefldir rannsóknainnviðir á öllum fræðasviðum verða megináhersluatriði í baráttu minni fyrir eflingu og þróun Háskólans. Á þeim tíma sem ég hef leitt Menntavísindasvið hef ég tekið þátt í að efla fjárhag sviðsins og hafa sértekjur þess t.d. meira en tvöfaldast á tímabilinu. Það höfum við gert með aukinni styrkjasókn og öflugu samstarfi við stjórnvöld, stofnanir, fagfélög og aðra háskóla. Á sama tíma hefur okkur tekist að fjölga nemendum verulega, m.a. með átaksverkefninu Komdu að kenna og nýjum námstækifærum. Ég er sérstaklega stolt af verulegum árangri okkar á sviði menntarannsókna og mikilvægri uppbyggingu doktorsnáms. Háskóli í fremstu röð Háskólar mennta og þroska einstaklinga, leggja rækt við menningu, sögu og tungumál og eru drifkraftar þekkingarsköpunar fyrir samfélag og atvinnulíf. Á síðustu tveimur áratugum hefur Háskóli Íslands umbreyst í alþjóðlegan rannsóknarháskóla sem hefur á að skipa vísindafólki í fremstu röð. Þetta er árangur sem skiptir Ísland gríðarlegu máli, atvinnulíf okkar og lífskjör og hefur rutt brautina fyrir nýsköpun á öllum sviðum samfélagsins. Afar mikilvægt er að sameina krafta vísinda- og fræðasamfélagsins til þess að tryggja að Háskóli Íslands standist alþjóðlegan samanburð og styðji samfélagið við lausn flókinna áskorana. Fólk í fyrirrúmi Magnaður árangur Háskóla Íslands byggist á því frábæra starfsfólki sem starfar innan veggja hans og skipuleggur fjölbreytt starf deilda, stofnana og starfseininga skólans. Ég tel mikilvægt að hlúa enn betur að fólkinu sem starfar og nemur við skólann. Bæta þarf kjör starfsfólks og gera þau samkeppnishæf, en því miður hefur langvarandi undirfjármögnun Háskólans haldið eðlilegri launaþróun niðri. Þetta er verkefni sem ég mun sem rektor beita mér af kappi fyrir í samvinnu við stjórnvöld. Ég mun leita allra leiða til að auka hagkvæmni í rekstri og forgangsraða verkefnum í þágu starfsfólks. Þá þarf að bæta ýmsa þætti í starfsumhverfinu sem valda álagi á starfsfólk. Jöfn tækifæri til náms og hagsmunir stúdenta Ég mun sem rektor leggja höfuðáherslu á gott samstarf við stúdenta um málefni Háskólans og námsins. Eitt af því sem ég mun leggja ríka áherslu á er að taka virkan þátt í baráttu stúdenta fyrir raunverulegu námsstyrkjakerfi í stað íþyngjandi námslánakerfis. Núverandi staða er óbærileg þar sem háskólanemar á Íslandi forðast að taka námslán og sjá sig knúna til að stunda vinnu samhliða námi. Vert er að hafa í huga að nemendahópur Háskólans hefur gjörbreyst á síðustu tveimur áratugum, fjöldi nemenda af erlendum uppruna hefur ríflega fjórfaldast og auknar kröfur eru til háskóla um inngildingu og aðgengi allra að námi. Jöfn tækifæri til náms eiga því að vera lifandi leiðarljós í starfsemi skólans og þarf að endurspeglast í fjölbreyttu námsframboði, góðri námsaðstöðu og öflugri nemendaþjónustu. Ég tel einnig nauðsynlegt að vinna að auknu fjarnámi í tilteknum greinum í samvinnu við deildir og stjórnvöld. Háskólinn er akademískt samfélag Það sem dregur okkur svo mörg til starfa innan Háskólans er að hann er magnaður vinnustaður sem býður upp á ótal tækifæri til að hafa áhrif, móta nýjar hugmyndir, mennta háskólanema og breyta samfélaginu til hins betra. En háskólinn er svo miklu meira en vinnustaður. Hann er akademískt samfélag sem byggist á grunngildum akademísks frelsis, jafnréttis og fagmennsku. Hann er sjálfstæður vettvangur þekkingarleitar og miðar að því að auka skilning okkar á heiminum og lífi okkar sem manneskjur. Þetta er það sem keyrir okkur áfram sem höfum helgað starfsævi okkar háskólahugsjóninni. Eitt af því sem ég mun setja á oddinn er að treysta akademískt lýðræði með því að stuðla að virkri þátttöku og reglulegri umræðu háskólasamfélagsins um málefni skólans, hugsjónir hans og skipulag. Sækjum fram saman! Ég er þeirrar skoðunar að tækifærin innan Háskóla Íslands séu fjölmörg og að hann megi efla og styrkja til frekari sóknar, bæði á sviði vísinda og kennslu. Mín bjargfasta trú er sú að akademískt frelsi og samvinna þeirra sem mynda háskólasamfélagið sé lykillinn að árangri. Að því vil ég vinna og býð þess vegna fram starfskrafta mína til að leiða Háskóla Íslands á næstu árum. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs og rektorsframbjóðandi. Nánar um stefnumál mín má finna á heimasíðu minni: https://kolbrunpals.hi.is/
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun