Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson og Hulda Björk Finnsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 07:30 Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Sjá meira
Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Skoðun Leikur að lýðræðinu Ása Valdís Árnadóttir,Björn Kristinn Pálmarsson,Smári Bergmann Kolbeinsson skrifar
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun
Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson Skoðun