Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson og Hulda Björk Finnsdóttir skrifa 11. febrúar 2025 07:30 Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Farsældarvika stendur nú yfir í öllum hverfum Reykjavíkur. Tilgangur hennar er að auka þekkingu og vitund foreldra og starfsfólks í skóla- og frístundastarfi um farsældarlögin sem verið er að innleiða um allt land. Í tilefni farsældarvikunnar fengum við þrjár fjölskyldur í Reykjavík til liðs við okkur og báðum þær að segja frá reynslu sinni af samþættri farsældarþjónustu við börn þeirra. Eitt foreldranna er Katrín Brynja Björgvinsdóttir, móðir tveggja drengja sem hafa þurft á margvíslegum stuðningi að halda í gegnum sína skólagöngu. Katrín segir báðum sonum sínum líða betur eftir að til samþættingar þjónustu kom. Þetta gleður okkur sem vinnum að innleiðingu farsældarlaganna og hvetur okkur til að halda ótrauð áfram. Hér er hægt að horfa á frásagnir foreldranna Katrínar, Birnu og Viktors. Samþætt þjónusta – hvað þýðir það? Að börnum og fjölskyldum þeirra sé veitt samþætt þjónusta þýðir einfaldlega að þau fái greiðan aðgang að þeirri þjónustu sem þau þurfa og að þau fái rétta aðstoð á réttum tíma, frá réttum aðilum. Það getur verið tímafrekt og krefjandi fyrir foreldra að halda utan um upplýsingar um barnið sitt og deila þeim áfram til réttra aðila á réttum tíma. Tilgangurinn með samþættri þjónustu er að tengiliður barnsins taki við þessu verkefni. Ef foreldrar eða barn óska eftir samþættri þjónustu gefa þau leyfi fyrir því að þjónustuveitendur tali saman og deili upplýsingum sem gætu hjálpað barninu, í samráði við foreldra. Þjónustan er stigskipt eftir umfangi þjónustunnar og ræðst ábyrgð á hlutverki þjónustuveitenda eftir því. Ef barnið og fjölskyldan þarf umfangsmeiri þjónustu tekur málstjóri á miðstöðvum borgarinnar við ábyrgð þjónustunnar, veitir ráðgjöf, tryggir mat á þjónustuþörf barnsins og stýrir stuðningsteymi og gerð stuðningsáætlunar. Ef þörf er á þjónustu þriðja þjónustustigs barnaverndar heldur málstjóri þar utan um stuðningsteymi. Málstjóri hugar ávallt að því hvað sé barninu og fjölskyldunni fyrir bestu. Í stuðningsteymi sitja foreldrar, barnið hafi það aldur og þroska til og viðeigandi þjónustuveitendur. Dæmi um þjónustuveitendur sem gætu átt sæti í stuðningsteymi eru leikskólar, grunnskólar, frístundaheimili, félagsmiðstöðvar, starfsfólk úr íþrótta- og tómstundastarfi, framhaldsskólar, heilsugæsla, sérhæfð heilbrigðisþjónusta, lögregla, félagsþjónusta og barnavernd. Nánari upplýsingar um farsæld barna hjá Reykjavíkurborg. Fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi Þau sem starfa með börnum ættu alltaf að hafa leiðarljós farsældarlaganna á bakvið eyrað – fylgstu með, bregstu við og komdu á samstarfi. Með því móti er hægt að tryggja að börn og fjölskyldur falli ekki á milli kerfa og verði ekki send á milli ólíkra þjónustuveitenda án viðeigandi stuðnings og leiðsagnar. Í nærumhverfi allra barna, hvort sem er í skólum eða frístundamiðstöðvum, eru tengiliðir farsældar til staðar. Tengiliðir farsældar eru starfsfólk mismundandi þjónustuveitanda eftir æviskeiðum barns, á heilsugæslu, leik-, grunn-, og framhaldsskólum og á miðstöðvum borgarinnar fyrir 16–18 ára börn utan skóla.Hlutverk þeirra er að vísa barni eða forsjáraðilum á viðeigandi þjónustu hjá ólíkum þjónustuveitendum og aðstoða þau við að rata í gegnum kerfið, innan og utan skóla barnsins. Ef foreldrar í Reykjavík óska eftir beiðni um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barns er það gert í gegnum Mínar síður Reykjavíkurborgar. Börn geta einnig fyllt út sams konar beiðni á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Fyrsta skrefið að tala við tengilið farsældar Starfsfólki sem vinnur með og fyrir börn ber að vinna saman að farsæld þeirra. Það er mat greinarhöfunda að mikill vilji sé meðal þjónustuveitenda um allt land til að taka höndum saman og bæta og færa þjónustuna nær börnunum eins og lögin kveða á um. Innleiðing laganna er nú að hefja sitt fjórða ár og eru þjónustuveitendur Reykjavíkurborgar, annarra sveitarfélaga og ríkisins í óða önn við að aðlaga verklag sitt og gera þjónustuna aðgengilegri í takt við farsældarlögin og þarfir barna. Það getur oft reynst erfitt fyrir forsjáraðila og börn að vita hvert leita eigi eftir aðstoð við hæfi. Fyrsta skrefið þeirra sem þarfnast ráðlegginga eða þjónustu, tengt, námi, hegðun, líðan eða félagslegum aðstæðum, ætti að vera að tala við tengilið farsældar í sínu nærumhverfi. Við leyfum okkur að ljúka þessari grein með orðum móðurinnar Katrínar Brynju, sem deildi því hvaða breytingar samþættingin hafði í för með sér fyrir hennar barn: „Yngri strákurinn minn er á allt öðrum stað heldur en hann var áður af því að hann hefur fengið alla þá þjónustu sem hann hefur þurft á að halda. Hann er miklu glaðari og honum líður mun betur. Eldri strákurinn hefur líka fengið fullt af þjónustu og við erum ennþá að vinna í því að að tína saman rétta þjónustu fyrir hann. En hann er samt á allt öðrum stað heldur en áður en við byrjuðum í samþættingunni.“ Upplýsingar um farsældina, fræðsluefni, myndbönd og fleira má finna á www.farsaeldbarna.is Höfundar eru verkefnastjórar farsældar barna hjá Reykjavíkurborg. Tengd skjöl PlakatPDF26.4MBSækja skjal
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar