Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2025 15:59 Halla Tómasdóttir forseti en sæmilega ætti að fara um hana og fjölskylduna eftir að búið er að uppfæra húsakynni þeirra að Bessastöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdir við bústað Höllu Tómasdóttur forseta Íslands og fjölskyldu hennar á Bessastöðum fóru talsvert fram úr áætlun. Samþykktar höfðu verið 86 milljónir í verkið en kostnaðurinn endaði í 120.508.269 krónum. Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna. Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Vísir greindi frá því í október að auknar fjárheimildir upp á tæpar 150 milljónir króna vegna ófyrirséðra forsetaskipta væru lagðar til í fjáraukalögum starfandi fjármálaráðherra. Þar af er kostnaður við öryggismál og endurbætur á íbúðarhúsnæði á Bessastöðum um 86 milljónir króna. „Ekki var gert ráð fyrir kostnaði við forsetaskipti í fjárlögum 2024 sem voru samþykkt síðasta vetur. Guðni Th. Jóhannesson, þáverandi forseti, greindi frá því í nývarpsávarpi að hann hygðist ekki gefa kost á sér í forsetakosningum sem fóru fram 1. júní.“ Í fréttinni sagði jafnframt að stærsti hluti upphæðarinnar, 86 milljónir króna, væru hugsaðar til að mæta kostnaði vegna öryggismála ásamt því sem er lýst sem nauðsynlegum endurbótum á íbúðarhúsnæði forseta og fjölskylda hans á Bessastöðum sem brýnt hafi verið að ráðast í vegna forsetaskiptanna. Nú liggur fyrir að kostnaður vegna þessa fór talsvert fram úr fjárheimildum en bæði fréttastofa Ríkisútvarpsins sem og Heimildin greina frá þessu nú síðdegis. Framkvæmdir við bústað forsetans fóru 40 prósent fram úr fjárheimildum. Framkvæmdirnar gengur út á hefðbundna endurnýjun lagna en þær sneru einnig að aðlögun húsnæðisins að breyttu fjölskyldumynstri forseta þegar Halla Tómasdóttir tók við embætti af Guðna Th. Jóhannessyni á síðasta ári. Sundurliðaður kostnaður vegna uppfærslu á bústað forsetans á Bessastöðum. Samkvæmt svari frá forsetaembættinu var stærsti einstaki kostnaðarliðurinn merktur „Innréttingar og uppsetning á þeim“ eða sem nam rúmum 45 milljónum króna. En ýmislegt annað var uppfært svo sem ísskápur og frystir, gaseldavél með ofni og uppþvottavél. Flutningar og tryggingar á búslóð Höllu og fjölskyldu kostuðu tæpar 5,7 milljónir króna.
Forseti Íslands Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira