Íslenski boltinn

Tvær þrennur í níu marka stór­sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Akureyringar skoruðu heil níu mörk.
Akureyringar skoruðu heil níu mörk. vísir

Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla.

Þór/KA skoraði fimm mörk í fyrri hálfleik og fjögur í seinni hálfleik. Karen María Sigurgeirsdóttir, Hulda Ósk Jónsdóttir og Sonja Björg Sigurðarsdóttur settu fyrstu þrjú mörkin. Margrét Árnadóttir og Sandra María Jessen gerðu síðan báðar þrennur.

Þór/KA fer þar með í efsta sæti riðils 1 í Lengjubikar kvenna. Með jafnmörg stig en stærri sigra en Þróttur (1-7 gegn Fylki) og Valur (6-0 gegn Fram).

Leikur Njarðvíkur og KA fór fram í Nettóhöllinni í Keflavík. Dagbjartur Búi Davíðsson skoraði eina markið á 71. mínútu

KA er komið með fjögur stig eftir 1-1 jafntefli gegn Völsung í fyrstu umferð, og er í öðru sæti á eftir Fram sem hefur unnið báða sína leiki. Njarðvík er stigalaust en hefur aðeins leikið einn leik, líkt og Fylkir sem er með eitt stig, jafn mikið og Breiðablik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×