Höfnuðu sjúkraflugi vegna trjánna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. febrúar 2025 19:00 Tómas Dagur Helgason er flugrekstrarstjóri Norlandair. Vísir/Vésteinn Flugrekstrarstjóri segist hafa þurft að hafna sjúkraflugi vegna lokun flugbrauta á Reykjavíkurflugvelli. Hefjast verði handa við að fella tré í Öskjuhlíðinni strax í vikunni og hætta pólitískum þrætum. Mannslíf séu í húfi. Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“ Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Isavia lokaði austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar að skipun Samgöngustofu í gær, vegna þess að ekki er búið að fella tré í Öskjuhlíð sem hindri aðflug véla að brautinni. Hins vegar hefur verið óheimilt að nota hana að næturlagi frá 10. janúar síðastliðnum. Ekki lent í myrkri og vestanátt Félagið Norlandair stendur í áætlanaflugi, leiguflugi og sjúkraflugi. Flugrekstrarstjórinn segir vandræðin hafa verið næg þegar ekki mátti lenda á nóttunni. „Við höfum þurft að hafna sjúkraflugi hingað inn til Reykjavíkur, í myrkri þar sem var sterk vestanátt,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Norlandair. Útlit sé fyrir að veruleg röskun verði á sjúkraflugi. „Og við erum að tala um sjúkraflug þar sem er bráðaþjónusta sem þarf, og tímaháð þjónusta. Það þarf að koma fólki á LSH á mjög stuttum tíma. Og hvað eigum við að gera? Við getum ekki lent. Staðan er bara grafalvarleg og þetta gengur ekkert upp.“ Pólitískri störukeppni verði að linna Vandræðin vegna veðurs séu þegar byrjuð og muni halda áfram. „Það eru mannslíf í húfi. Við verðum að hætta þessari pólitísku störukeppni, svo ég tali bara hreint út. Það verður að fara að gera eitthvað í þessu máli,“ segir Tómas. Einhverjir nefni sjúkraflug til Keflavíkur, og þaðan sé hægt að koma sjúklingum til Reykjavíkur. „Sannarlega rétt, en það er mjög tímafrekt. Það tekur allt að klukkutíma að koma sjúklingi frá Keflavík til Reykjavík með öllu því sem þarf.“ Leita á náðir stjórnmálanna Félagið eigi fund með heilbrigðisráðuneytinu á morgun og viti til þess að velferðarnefnd hafi málið einnig til skoðunar. „Þetta er sannarlega eitthvað sem verður að gera, burtséð frá því hvort borgarmeirihlutinn hafi fallið eða hvað er í gangi. Þetta þolir enga bið. Það verður bara að byrja á þessu núna í vikunni.“ Í huga Tómasar er aðeins ein lausn á málinu. „Það verður að fella trén eða stytta þau verulega, taka ofan af þeim. Það er í raun ekkert annað sem hægt er að gera í stöðunni.“
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Reykjavíkurflugvöllur Sjúkraflutningar Tré Tengdar fréttir Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Krefja borgina um tafarlaus viðbrögð Sveitarstjórn Norðurþings hefur gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir kröfu miðstöðvar sjúkraflugs um að Reykjavík tryggi opnun flugbrauta 13 og 31 með eins tafarlausum hætti og mögulegt er. Aðgengi að Reykjavíkurflugvelli sé lífsnauðsynlegt fyrir veika og slasaða af stærstum hluta landsins. 9. febrúar 2025 18:09