Útvarp allra starfsmanna – Þegar RÚV verður verkfæri pólitískra herferða Svanur Guðmundsson skrifar 9. febrúar 2025 07:01 Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Ríkisútvarpið Samherjaskjölin Byrlunar- og símastuldarmálið Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar eiga að vera sjálfstæðir, óháðir og vinna að sannleikanum. Þeir eiga að vera gagnrýnir en jafnframt sanngjarnir og fylgja siðareglum sem tryggja að fréttir séu ekki spunnar úr engu eða fengnar með óheiðarlegum hætti. En á undanförnum árum hefur ríkisfjölmiðillinn RÚV – eða Útvarp allra starfsmanna, eins og ég kýs að kalla þetta batterí – sýnt að hann þjónar öðrum hagsmunum en þeim sem hann á að standa fyrir. Þjófnaður, ólögleg gagnaöflun og fjölmiðlafárið gegn Páli Steingrímssyni Fjölmiðlar ættu að fordæma glæpsamlega háttsemi, ekki taka þátt í henni. En þegar sími Páls Steingrímssonar var stolið og persónulegum gögnum hans lekið til fjölmiðla, þá var viðbragð þeirra sem fengu gögnin ekki að tilkynna lögreglu um þjófnaðinn – heldur að nýta sér hann. Þeir sem stóðu að þessum verknaði gengu svo langt að: Stela símanum og fara í gegnum hann með það eitt í huga að finna eitthvað sem mætti nota gegn Páli. Dreifa upplýsingum úr honum þrátt fyrir að ekkert fréttnæmt væri í honum. Búa til sögur um meintar „skæruliðadeildir“ og aðrar samsæriskenningar, sem hver og ein hefur reynst vera innantómur tilbúningur. Þegar málið var rannsakað af lögreglu, komu fjölmiðlamennirnir sem höfðu unnið úr þessum ólöglega fengnu gögnum sér undan og neituðu að vinna með yfirvöldum. Þeir vildu aðrir sætu undir ásökunum, á meðan þeir sjálfir héldu áfram í skjóli fjölmiðlahlífar sinnar. Útvarp allra starfsmanna – RÚV sem áróðursmaskína En RÚV hefur ekki aðeins tekið þátt í þessari ófaglegu fréttamennsku heldur hefur stofnunin ítrekað haldið á lofti efni sem er fengið undir fölsku flaggi. Þeir birta efni þar sem ekkert saknæmt er til staðar en reyna engu að síður að skapa skandal úr engu. Tökum dæmi um þegar sonur Jóns Gunnarssonar var tekinn upp án hans vitundar þar sem hann ræddi um föður sinn og hvalveiðar. Upptakan var gerð án samþykkis hans. Þetta var ekki fréttnæmt heldur var reynt að spinna upp einhvers konar deilu út frá einkasamtali. Markmiðið var ekki að upplýsa almenning heldur að skaða mannorð og koma höggi á viðkomandi fjölskyldu. Þetta er ekki hlutlæg fréttamennska. Þetta er ekki rannsóknarblaðamennska. Þetta er ekki þjónusta við almenning. Þetta er hreinn pólitískur áróður sem miðillinn reynir að réttlæta með fögrum orðum um gagnrýna umfjöllun. Hver borgar fyrir þetta? Það sem gerir þetta enn alvarlegra er að þessi fjölmiðill er rekinn fyrir skattfé landsmanna. Páll Steingrímsson, Jón Gunnarsson og fjölskyldur þeirra borga í raun laun þeirra sem beita sér gegn þeim. Skattgreiðendur eiga ekki að fjármagna áróður, heldur trausta og óháða fréttamennsku. Ef RÚV ætlar að halda áfram á þessari braut, þar sem markviss áróður og siðlaus fréttamennska verða hluti af rekstrarmódeli stofnunarinnar, þá á almenningur skilið annað hvort að: Endurskoða fjármögnun RÚV, þar sem almenningur hefur meira að segja um hvernig fé þeirra er notað eða að krefjast aðhalds og ábyrgðar, þannig að RÚV verði ekki notað sem vopn fyrir pólitískar herferðir heldur sem trúverðugur fjölmiðill. Hverjir eiga að skammast sín? Það eru ekki Páll Steingrímsson eða Jón Gunnarsson sem eiga að skammast sín. Það eru ekki fórnarlömb þessarar villtu fjölmiðlastefnu. Það eru þeir sem tóku þátt í að þjófnaður á persónulegum gögnum væri notaður sem fréttnæring. Það eru þeir sem nýta ríkisfjölmiðilinn í pólitískum tilgangi og verja sín eigin hagsmuni með skrumskælingu á fréttum. Þeir sem halda á hnífnum – ekki þeir sem verða fyrir honum – eiga að axla ábyrgð.Ef RÚV ætlar að kalla aðra til ábyrgðar, þá verður stofnunin fyrst að horfa í eigin barm. Annars erum við einfaldlega að fjármagna áróðursstofnun, ekki fjölmiðil. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar