Sætti mikilli gagnrýni en framþróunin sé bersýnileg Valur Páll Eiríksson skrifar 8. febrúar 2025 10:30 Þorsteinn Halldórsson sætti mikilli gagnrýni og þónokkrir sem kölluðu eftir þjálfaraskiptum fyrir örfárum misserum. Landsliðið er aftur á móti á fínum stað í dag. vísir/Anton Þorsteinn Halldórsson valdi í gær landsliðshóp fyrir komandi leiki íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í Þjóðadeildinni. Spilað verður knappt og verður riðlakeppninni lokið fyrir EM í sumar. Ísland keppir á EM í Sviss í júlí og var á meðal fyrstu liða Evrópu til að tryggja farseðil sinn þangað eftir stórmerkilegan sigur á Þýskalandi, 3-0. Vegna árangursins slapp Ísland við umspil og gat þess í stað spilað æfingaleiki í haust. Með tilkomu Þjóðadeildarinnar og fleiri leikja í undankeppninni fækkar æfingaleikjum sífellt, líkt og landsliðið spilaði í haust. Ísland er með Sviss, Noregi og Frakklandi í riðli í Þjóðadeildinni og spilar leikina sex við liðin þrjú nú í febrúar, snemma í apríl og í byrjun júní. Þorsteinn segist hafa notið góðs af æfingaleikjunum í haust í umhverfi sem gefur sífellt minna rými til æfingaleikja. Leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum hafi þar fengið tækifæri, en erfitt geti reynst að rótera liðinu um of þegar allir leikir hafa aukið gildi. „Ef þú horfir á þetta blákalt núna er ekki endilega þannig að við séum að fara að rótera mikið (í Þjóðadeildinni). Við kannski finnum okkar byrjunarlið sem spilar flestar mínútur og svo eru einhverjir sem taka við, eru varaskeifur eða leysa leik og leik,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið nálgunin undanfarið. Auðvitað notuðum við haustið aðeins í að skoða leikmenn og gefa tækifæri í þessum fjórum vináttuleikjum sem við spiluðum í haust. Það var ástæða fyrir því að við völdum að spila við sterkar þjóðir því við vildum sjá leikmenn spila við sterkar þjóðir, sem hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ „Þess vegna fannst mér mikilvægt að spila á móti sterkum þjóðum til að gæfum leikmönnum tækifæri og þær fengju tækifæri til að sýna hvað þær gætu gert gegn þessum þjóðum,“ segir Þorsteinn. Þar hafi leikmenn því fengið tækifæri til að sýna sig og gert sitt tilkall til sætis í landsliðshópnum en samkeppnin harðnar fyrir komandi Evrópumót, þangað sem allir vilja auðvitað fara. Hefur sýnt sig að liðið var á réttri leið Landsliðið hefur tekið skref fram á við undanfarin ár sem kristallast í áðurnefndum sigri á Þjóðverjum síðasta sumar. Þorsteinn sætti gagnrýni eftir Evrópumótið fyrir þremur árum og síðan hafa átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti. Vaxtaverkir hafi fylgt þeim breytingum er yngri leikmenn komu inn í liðið en Þorsteinn kveðst ánægður með framþróunina sem hafi átt sér stað. „Mér finnst hafa verið stígandi og þróun á liðinu síðustu tvö ár. Eftir breytingarnar 2022 og svo héldu breytingarnar áfram þegar leið á árið 2023. Við þurfum alltaf að takast á við nýja hluti og mér finnst liðið hafa þróast hægt og rólega,“ Klippa: Þorsteinn ræðir Dagnýju, gagnrýni og framþróun landsliðsins „Ég var sáttur við síðasta ár og 2023, mjög sáttur, þó ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir það. Öll tölfræði og allt sem maður skoðaði sýndi framþróun á liðinu, þó það hafi komið einn leikur sem var lélegur, þá þarf maður alltaf að horfa á þetta í samhengi. Hvað var verið að gera í þeim leik og aðrir áttuðu sig ekki endilega á því hvað við vorum að reyna að prófa og skoða,“ „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu allan tímann. Ég vonast til þess að við höldum áfram að taka lítil hænufet áfram í góðri þróun. Þá eigum við eftir að standa okkur vel á þessu ári líka,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá að ofan. Ísland mætir Sviss ytra þann 21. febrúar og Frökkum í Lens þann 25. Noregur er einnig í riðlinum en Noregur og Sviss eiga það sameiginlegt að vera einnig í riðli Íslands á EM í sumar. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira
Ísland keppir á EM í Sviss í júlí og var á meðal fyrstu liða Evrópu til að tryggja farseðil sinn þangað eftir stórmerkilegan sigur á Þýskalandi, 3-0. Vegna árangursins slapp Ísland við umspil og gat þess í stað spilað æfingaleiki í haust. Með tilkomu Þjóðadeildarinnar og fleiri leikja í undankeppninni fækkar æfingaleikjum sífellt, líkt og landsliðið spilaði í haust. Ísland er með Sviss, Noregi og Frakklandi í riðli í Þjóðadeildinni og spilar leikina sex við liðin þrjú nú í febrúar, snemma í apríl og í byrjun júní. Þorsteinn segist hafa notið góðs af æfingaleikjunum í haust í umhverfi sem gefur sífellt minna rými til æfingaleikja. Leikmenn sem hafa verið í minni hlutverkum hafi þar fengið tækifæri, en erfitt geti reynst að rótera liðinu um of þegar allir leikir hafa aukið gildi. „Ef þú horfir á þetta blákalt núna er ekki endilega þannig að við séum að fara að rótera mikið (í Þjóðadeildinni). Við kannski finnum okkar byrjunarlið sem spilar flestar mínútur og svo eru einhverjir sem taka við, eru varaskeifur eða leysa leik og leik,“ segir Þorsteinn. „Það hefur verið nálgunin undanfarið. Auðvitað notuðum við haustið aðeins í að skoða leikmenn og gefa tækifæri í þessum fjórum vináttuleikjum sem við spiluðum í haust. Það var ástæða fyrir því að við völdum að spila við sterkar þjóðir því við vildum sjá leikmenn spila við sterkar þjóðir, sem hafa ekki spilað mikið undanfarið,“ „Þess vegna fannst mér mikilvægt að spila á móti sterkum þjóðum til að gæfum leikmönnum tækifæri og þær fengju tækifæri til að sýna hvað þær gætu gert gegn þessum þjóðum,“ segir Þorsteinn. Þar hafi leikmenn því fengið tækifæri til að sýna sig og gert sitt tilkall til sætis í landsliðshópnum en samkeppnin harðnar fyrir komandi Evrópumót, þangað sem allir vilja auðvitað fara. Hefur sýnt sig að liðið var á réttri leið Landsliðið hefur tekið skref fram á við undanfarin ár sem kristallast í áðurnefndum sigri á Þjóðverjum síðasta sumar. Þorsteinn sætti gagnrýni eftir Evrópumótið fyrir þremur árum og síðan hafa átt sér stað ákveðin kynslóðaskipti. Vaxtaverkir hafi fylgt þeim breytingum er yngri leikmenn komu inn í liðið en Þorsteinn kveðst ánægður með framþróunina sem hafi átt sér stað. „Mér finnst hafa verið stígandi og þróun á liðinu síðustu tvö ár. Eftir breytingarnar 2022 og svo héldu breytingarnar áfram þegar leið á árið 2023. Við þurfum alltaf að takast á við nýja hluti og mér finnst liðið hafa þróast hægt og rólega,“ Klippa: Þorsteinn ræðir Dagnýju, gagnrýni og framþróun landsliðsins „Ég var sáttur við síðasta ár og 2023, mjög sáttur, þó ég hafi fengið mikla gagnrýni fyrir það. Öll tölfræði og allt sem maður skoðaði sýndi framþróun á liðinu, þó það hafi komið einn leikur sem var lélegur, þá þarf maður alltaf að horfa á þetta í samhengi. Hvað var verið að gera í þeim leik og aðrir áttuðu sig ekki endilega á því hvað við vorum að reyna að prófa og skoða,“ „Mér finnst hafa verið stígandi í þessu allan tímann. Ég vonast til þess að við höldum áfram að taka lítil hænufet áfram í góðri þróun. Þá eigum við eftir að standa okkur vel á þessu ári líka,“ segir Þorsteinn. Viðtalið má sjá að ofan. Ísland mætir Sviss ytra þann 21. febrúar og Frökkum í Lens þann 25. Noregur er einnig í riðlinum en Noregur og Sviss eiga það sameiginlegt að vera einnig í riðli Íslands á EM í sumar.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Fótbolti Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Í beinni: Víkingur - Bröndby | Danska stórliðið mætt í Víkina Í beinni: Zrinjski - Breiðablik | Blikarnir mættir í Evrópudeildina Í beinni: Fram - Breiðablik | Fátt stöðvar Blikana þessa dagana Í beinni: Þór/KA - Valur | Pressa á Valskonum Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Mikilvæg stig í botnbaráttunni í boði Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Sjá meira