„Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2025 08:01 Katrín Tanja Davíðsdóttir hrósar vinkonu sinni Anníe Mist Þórisdóttir fyrir að þora að taka þá ákvörðun að taka ekki þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. @katrintanja Anníe Mist Þórisdóttir tilkynnti í vikunni að hún ætli ekki að taka þátt í undankeppni heimsleikanna í CrossFit af siðferðislegum ástæðum. Tilkynning hennar hefur vakið mikla athygli en eins hefur íslenska CrossFit goðsögnin fengið mikinn stuðning úr mörgum áttum. Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira
Anníe Mist tók upp myndband þar sem hún útskýrði ákvörðun sína og það var augljóst öllum sem á horfðu hversu erfitt það var fyrir hana að taka þessa ákvörðun. Hún tók það líka fram að hún dæmi engan fyrir að skrá sig til leiks og ætlar að styðja það fólk sem gerir Open æfingarnar í hennar stöð. Í fyrsta sinn í sextán ár mun hins vegar Anníe Mist ekki taka þátt í The Open, upphafshluta undankeppni heimsleikanna. Þetta eru því stór tímamót, ekki aðeins fyrir hana heldur einnig fyrir íþróttina. Hún gagnrýndi aðgerðarleysi og ábyrgðarleysi yfirmanna CrossFit samtakanna og vill sjá meira gagnsæi. Það kallaði auðvitað á mikla gagnrýni að niðurstöðru rannsóknar um dauðaslysið á síðustu heimsleikum voru ekki gerðar opinberar. Enginn hjá CrossFit samtökunum tók heldur neina ábyrgð á því sem gerðist. Yfir 34 þúsund manns hafa líkað við myndbandið hennar Anníe á Instagram og yfir fjórtán hundruð manns hafa tjáð sig um það. Ein af þeim sem hefur tjáð sig um myndbandið og sent sinn stuðning er CrossFit goðsögnin og tvöfaldi heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. @anniethorisdottir „Svo stolt af þér að vera alltaf trú sjálfri þér og gera það sem þú telur vera rétt sama hversu erfitt það er,“ skrifaði Katrín Tanja í athugasemdum. Claire Fikowski, eiginkona CrossFit stjörnunnar Brent Fikowski, kemst líka vel að orði í sinni athugasemd. „Það eina sem er erfiðara að taka slíka ákvörðun er að deila henni með öllum heiminum. Stolt af þér Anníe,,“ skrifaði Claire. Það eru auðvitað alls konar skoðanir og kenningar settar fram í öllum þessum athugasemdum. Sumir gagnrýna Anníe og benda á það að hún sé að styðja CrossFit samtökin með rekstri stöðvar sinnar CrossFit Reykjavík. Það sem er kannski mikilvægast er að Anníe hefir opnað fyrir mikilvæga umræðu og séð til þess að það er enn meiri pressa á yfirmönnum CrossFit samtakanna að hafa öryggismálin áfram á oddinum. Það er svo sannarlega þörf á því að taka til í þeim málum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið Þrettán mismunandi leiktímar á HM næsta sumar Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Krísufundur hjá Real Madrid í nótt Neymar hundsaði læknana og bjargaði Santos frá falli Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ FIFA skipar evrópskum fótboltafélögum að borga Rússum Dæmd í fjögurra ára fangelsi Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Gefur milljarða svo íþróttakonur séu rannsakaðar betur „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Fékk rauða spjaldið fyrir leik og ástæðan voru nærbuxurnar Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Dagskráin í dag: Man. Utd gegn Úlfunum og bikardráttur Landsliðsmaður handtekinn í London „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt „Byrjaði þegar Ingi fór með okkur í keilu í vikunni“ Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Sjá meira