Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 18:01 Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Sjá meira
Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar