Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar 7. febrúar 2025 18:01 Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Már Sigurðsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Feilspor fyrri kjarasamninga kennara eru mörg, hin og þessi réttindi seld en einkennilegast hefur mér þótt ákvæðið um teymiskennslu. Teymiskennsla er hugsuð til þess að auðvelda starf kennara og auka gæði náms fyrir nemendur. Því er svo sérstakt að þetta ákvæði sem býður upp hvata fyrir verri laun kennara og verri kennslu nemenda. Þetta lýsir sér í því að ef meðlimir teymis forfallast, er hvati rekstraraðilans, í þessu tilviki skólans til að spara. Því þeir kennarar sem eru á vaktinni má bjóða hálfvirði forfallakennslu fyrir að dekka tvo nemendahópa, í stað þess að greiða fulla yfirvinnu fyrir annan kennara sem kemur inn. Þetta kemur auðvitað fyrst og fremst niður á kennslunni, því kennarinn sinnir nemendum ekki 50% betur þó hann fái auka 50% fyrir tímann sem hann tekur við tveimur hópum. Þar verðum við kennarar líka að passa upp á okkur. Ekki taka sífellt lægri taxta til að redda. Við töpum á því fjárhagslega og nemendur námslega. Þú heldur að þú sért að hlaupa undir bagga og redda hlutunum. En þú verður líklega bara þreyttari, sem gerir þig svo verr í stakk búinn til þess að kenna nemendunum sem þú ert nú þegar með ábyrgð á. Svo ekki sé talað um nemendurna sem koma til þín í tímana eftir tvöfaldan nemendahóp. Dagurinn verður líklega erfiðari og þú kemur þreyttari heim. Og ef þetta er gert þá ertu að búa til fordæmi fyrir vinnuveitandann að þetta sé í boði. Jákvæða styrkingu á því að bjóða þér afslátt á laununum þínum. Sem gerir það að verkum að oftar er spurt og þá getur vítahringurinn byrjaður. Setjum okkur og nemendur okkar í forgang. Gerum sjálfum okkur greiða sem stétt og verum ekki að undirbjóða okkur í launum. Það er nóg að aðrir séu að sjá um það fyrir okkur. Höfundur er kennari.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar