Í tilkynningu frá sænsku konungsfjölskyldunni segir að móður og dóttur heilsist vel. Tilkynnt var um óléttuna í september síðastliðnum. Þá kom fram í sænskum miðlum að gott sem enginn hefði búist við því að hjónin myndu eignast eitt barn í viðbót.
Karl Filippus er annað barn konungs og drottningar. Þau Sofia gengu í hjónaband árið 2015 og eiga saman þrjá syni, þá Alexander, Gabríel og Julian. Þeir eru fæddir 2016, 2017 og 2021.
Voru fregnirnar af óléttunni sagðar hafa komið systkinum hins ófædda barns á óvart. Þær hafi vakið mikla gleði fjölskyldunnar sem var spennt á móti nýjasta erfingjanum.
Í frétt Aftonbladet um málið kemur fram að nafn litlu stúlkunnar verði tilkynnt síðar. Um það séu ákveðnar verkreglur og það sé konungsins að tilkynna um nafnið.