Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2025 10:55 Sigurður Kári Kristjánsson er formaður stjórnar Mannréttindastofnunar Íslands. llg.is Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands á eftir að taka afstöðu til þess hvort upplýst verður um umsækjendur um embætti framkvæmdastjóra stofnunarinnar. Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Þetta segir formaðurinn, Sigurður Kári Kristjánsson, í samtali við fréttastofu. Ekki hafi staðið til að birta lista yfir umsækjendur að fyrra bragði heldur skoða málið ef óskað yrði eftir því. Fréttastofa hefur því sent formlega beiðni og óskað eftir því að fá listann afhentan. Sigurður Kári vísar til þess að þrátt fyrir að um sé að ræða opinbera stofnun og að viðkomandi verði skipaður embættismaður sé þess getið í greinargerð um frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands að þar sem stofnunin heyri undir Alþingi taki upplýsingalögin ekki beint til hennar. Þess ber hins vegar að geta að umrædd málsgrein hljóðar þannig í heild: „Þar sem stofnunin heyrir undir Alþingi taka upplýsingalögin ekki beint til stofnunarinnar. Engu að síður skal stofnunin leitast við að tryggja gagnsæi í sínum störfum og fylgja almennt sambærilegum reglum og fram koma í upplýsingalögum.“ Listar birtir yfir aðra umsækjendur Sigurður Kári sagðist ekki heldur vilja gefa upp fjölda umsækjenda, að svo stöddu, en ef stjórnin ákvæði að birta listann yrði fyrst haft samband við umsækjendur og borið undir þá hvort þeir vildu halda áfram eða draga umsókn sína til baka í ljósi nafnbirtingarinnar. Hvað nafnbirtinguna varðar má geta þess að í frumvarpinu um Mannréttindastofnun Íslands er gert ráð fyrir breytingu á upplýsingalögum þess efnis að stofnunin bætist við upptalningu yfir stofnanir sem heyra undir Alþingi og upplýsingalög taka ekki til. Hinar eru umboðsmaður Alþingis og Ríkisendurskoðun. Listar yfir umsækjendur um þessi embætti, umboðsmann og ríkisendurskoðanda, hafa jafnan verið birtir. Umsóknarfrestur um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar rann út 15. janúar síðastliðinn en skipað verður í það frá 1. apríl 2025. Það er stjórn Mannréttindastofnunar sem skipar í embættið en sérstök hæfisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verður stjórninni innan handar til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Í lögum eru gerðar þær kröfur að framkvæmdastjóri hafi lokið háskólaprófi og búi yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda.
Mannréttindi Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira