„Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 7. febrúar 2025 09:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra, furðar sig á vinnubrögðum stjórnarandstöðunnar og ásökunum þeirra sem hún segir byggja á sögusögnum. Vísir/Vilhelm Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, segir engan á vegum ráðuneytisins hafa lagt fram launahækkun í kjaraviðræðum kennara og veltir hún fyrir sér hver sé að búa til slíkar sögusagnir. Ráðuneytið hafi þó reynt að liðka fyrir viðræðum með öðrum aðgerðum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan. Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, kom í Bítið í morgun til að ræða menntamál, kjaraviðræður kennara og ýmislegt annað. Þáttastjórnendur byrjuðu á að spyrja hana út í meint afskipti hennar af viðræðum milli sveitarfélaga og kennara. „Það sem ég, eða fólk á mínum vegum, hef verið ásökuð um er að hafa boðið kennurum tveggja prósenta launahækkun. Það er bara alls ekki rétt. Við gerðum það hvergi, höfum aldrei gert það,“ sagði Ásthildur um ásakanir stjórnarandstöðunnar. Buðuð þið eitthvað? „Nei, ekki í neinu sem eru peningar. Það sem við hins vegar reyndum að gera var að liðka fyrir sátt í deilunni svo sem með því að flýta virðismati starfa og með almennum aðgerðum í menntamálum sem við vissum að kennarar vildu gjarnan sjá. Við náttúrulega höfðum miklar áhyggjur af þessari stöðu inni í ráðuneytinu og höfum enn. Það var rætt á þessum forsendum,“ sagði hún. Skilur ekki hvernig svona sögusagnir verða til Eru þetta einhver óskrifuð eða skrifuð lög um að ríkið sé ekki að skipta sér af svona málum? „Nei, það er nefnilega ekki og mér skilst að það hafi varla farið fram kjaraviðræður eða samningur undanfarin ár án þess að ríkið hafi komið þar að máli með einhverjum hætti,“ sagði Ásthildur. Þetta upphlaup formanna minnihlutans orkaði á mann eins og þetta væri ægileg synd en maður giskar á að ef þú hefðir stigið inn í þá hefði þjóðin verið mjög ánægð. „Ég held það nú bara líka. Það hefði verið mjög gaman að geta gert það. Ríkið er ekki nema samningsaðili við framhaldsskólakennara og getur þess vegna ekki lofað neinum kauphækkunum fyrir hönd sveitarfélaganna. Það var ekki gert. Og ég eiginlega skil ekki hvernig svona sögusagnir verða til,“ segir Ásthildur. „Það er ósamræmi í málflutningi stjórnarandstöðunnar, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur hafa áður haft aðkomu að kjarasamningum. Og að vera að byggja svona mikið á sögusögnum, ég veit ekki hvaðan þær koma vegna þess að þær eru bara alls ekki sannar.“ Verulega slæmt og umhugsunarvert Ásthildur segist hafa verið bjartsýn í síðustu viku og alveg fram á síðustu stundu á að viðræðurnar myndu leysast eftir að hún hafði hitt deiluaðila, forsætisráðherra og efnahagsráðherra. Deiluaðilum hafi litist mjög vel á hugmyndir ráðuneytisins um úrbætur í menntakerfinu sem sneru meðal annars að starfsþróun kennara, hraðari innleiðingu virðismatskerfis og ýmsum aðgerðum í þágu barna. „En þetta er það eina sem ríkisstjórnin getur boðið inn í deilur sem standa á milli sveitarfélaga og kennara,“ segir hún. „Þetta var komið út í svo mikið bull að ég fékk meira að segja spurningu um hvort ég hefði verið niðri í Karphúsi um helgina, því þau höfðu heimild fyrir því. Ég hef ekki komið nálægt Karphúsinu í mörg ár,“ segir hún og bætir við „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur og líka hvernig stjórnarandstaðan bara gleypir þetta. Kannski er þetta fólk sem það treystir og það er þá verulega slæmt og umhugsunarvert.“ Bjartsýn á að deilan leysist Boðað var óvænt til nýs fundar milli deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í vikunni. Hversu bjartsýn getum við verið? „Ég er bjartsýn en maður veit aldrei fyrr en búið er að samþykkja,“ segir Ásthildur. Fyrr en vöfflulyktin kemur í Karphúsið? „Fyrr en vöfflulyktin kemur en ég finn hana örugglega ekki fyrr en hún kemur í fréttum,“ segir hún. Ásthildur ræddi einnig um helstu mál á sínu borði, áherslu á farsæld barna og samþættingu þjónustustiga, áskoranirnar sem samfélagið þarf að takast á við og ýmislegt annað eins og heyra má í klippunni hér að neðan.
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Bítið Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Fleiri fréttir Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Sjá meira