Fiorentina vann 3-0 stórsigur á Internazionale í ítölsku Seríu A deildinni í fótbolta í kvöld.
Albert Guðmundsson fékk ekki að spila en liðsfélagar hans fóru á kostum.
Moise Kean skoraði tvö mörk og Luca Ranieri gerði eitt. Kean skoraði annað markið á 68. mínútu og þriðja markið á 89. mínútu. Ranieri kom Fiorentina í 1-0 á 59. mínútu en í fyrri hálfleik var mark dæmt af Inter vegna rangstöðu.
Þetta var sérstakur leikur því honum var hætt í desember þegar Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts, hneig niður. Leikurinn í kvöld byrjaði á sautjándu mínútu.
Albert var á bekknum í þeim leik og byrjaði því ekki í kvöld eins og í síðustu leikjum. Hann kom síðan ekki við sögu.
Sigurinn kom Fiorentona upp í fjórða sæti deildarinnar en Inter er áfram í öðru sæti. Þetta var aðeins annað deildartap Inter á tímabilinu.