„Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Jakob Bjarnar skrifar 6. febrúar 2025 13:19 Elín segir átök í hluthafahópnum hafi tafið kaupin á Mannlífi. Hún sendir þeim Vilhjálmi Þorsteinssyni og Hjálmari Gíslasyni góðlátlega nótu, að þeir vilji helst tengja vefinn Samfylkingarpóstinum. vísir Stjórn Sameinaða útgáfufélagsins, sem aðallega heldur utan um útgáfu Heimildarinnar, er búin að samþykkja kaupin á vefnum Mannlífi. Reynir Traustason ritstjóri þar snýr sér senn að öðru. Samkvæmt heimildum Vísis gefur Útgáfufélagið ekkert fyrir Mannlíf í núverandi mynd, það tekur útgáfuna yfir og tryggir stöðugildi tveggja blaðamanna sem þar hafa starfað. Til stendur að hefja vefinn til fyrri virðingar Nokkur styr hefur staðið um þessi kaup og hefur mörgum áskrifendum Heimildarinnar litist misvel á kaupin og telja þau skaða trúverðugleika Heimildarinnar. „Já, Reynir hættir um leið og þetta er gengið í gegn. Vörumerkið er bara tekið yfir og þá þeir tveir starfsmenn sem þar eru,“ segir Elín G. Ragnarsdóttir stjórnarformaður. Um er að ræða blaðamennina Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. Elín segir að til standi að hefja vefinn aftur til fyrri virðingar en átök í hluthafahópnum hafi staðið því fyrir þrifum. „Þetta eru annars vegar starfsmenn Stundarinnar [sem sameinaðist Kjarnanum á sínum tíma og úr varð Heimildin] og svo hins vegar fjárfestar sem komu frá Kjarnanum,“ segir Elín. Ágreiningur innan hluthafahópsins Hún er hér að vísa til fjárfestanna Hjálmars Gíslasonar og Vilhjálms Þorsteinssonar sem komu inn í hópinn við sameininguna. Þeir áttu hlut í Kjarnanum. Þeir hafa viljað selja sig út en að sögn Elínar hafa þeir óraunhæfar væntingar um kaupverð. Elín segist ekki vera hluthafi heldur gegni hún aðeins stjórnarformennsku. „Þeir hafa verið með allskonar skoðanir, hvernig þeir vilja hafa þetta, stjórnina öðruvísi og ég veit ekki hvað. Ég held að þeir vilji bara hafa þetta á Samfylkingarpóstinum. Eða ég veit ekki hvað þeir vilja,“ segir Elín og kímir. Hún er stödd sem stendur úti á Spáni og nýtur þess að vera í góðu veðri. Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Hann lýkur nú litríkum ferli sem blaðamaður og snýr sér að bókaskrifum og verkefnum tengdum Ferðafélagi Íslands.Vísir/Vilhelm En meirihlutinn ræður og það eru þá starfsmenn gömlu Stundarinnar. Að sögn Elínar stendur til að breyta Mannlífi, bæði að útliti og sem og innihaldi, bæta við starfsfólki og ráða nýjan ritstjóra. „Vera með meiri og hraðari fréttir; þetta verður auglýsingadrifinn og skemmtilegur vefur. Það eru allskonar hugmyndir í gangi,“ segir Elín. Stjórnin hefur fyrir sína parta samþykkt kaupin á Mannlífsvefnum en einhver formsatriði eru þó sem þarf að ganga frá svo sem senda þessar fyrirætlanir til samkeppniseftirlitsins. Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20 Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54 Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis gefur Útgáfufélagið ekkert fyrir Mannlíf í núverandi mynd, það tekur útgáfuna yfir og tryggir stöðugildi tveggja blaðamanna sem þar hafa starfað. Til stendur að hefja vefinn til fyrri virðingar Nokkur styr hefur staðið um þessi kaup og hefur mörgum áskrifendum Heimildarinnar litist misvel á kaupin og telja þau skaða trúverðugleika Heimildarinnar. „Já, Reynir hættir um leið og þetta er gengið í gegn. Vörumerkið er bara tekið yfir og þá þeir tveir starfsmenn sem þar eru,“ segir Elín G. Ragnarsdóttir stjórnarformaður. Um er að ræða blaðamennina Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson. Elín segir að til standi að hefja vefinn aftur til fyrri virðingar en átök í hluthafahópnum hafi staðið því fyrir þrifum. „Þetta eru annars vegar starfsmenn Stundarinnar [sem sameinaðist Kjarnanum á sínum tíma og úr varð Heimildin] og svo hins vegar fjárfestar sem komu frá Kjarnanum,“ segir Elín. Ágreiningur innan hluthafahópsins Hún er hér að vísa til fjárfestanna Hjálmars Gíslasonar og Vilhjálms Þorsteinssonar sem komu inn í hópinn við sameininguna. Þeir áttu hlut í Kjarnanum. Þeir hafa viljað selja sig út en að sögn Elínar hafa þeir óraunhæfar væntingar um kaupverð. Elín segist ekki vera hluthafi heldur gegni hún aðeins stjórnarformennsku. „Þeir hafa verið með allskonar skoðanir, hvernig þeir vilja hafa þetta, stjórnina öðruvísi og ég veit ekki hvað. Ég held að þeir vilji bara hafa þetta á Samfylkingarpóstinum. Eða ég veit ekki hvað þeir vilja,“ segir Elín og kímir. Hún er stödd sem stendur úti á Spáni og nýtur þess að vera í góðu veðri. Reynir Traustason er ritstjóri Mannlífs. Hann lýkur nú litríkum ferli sem blaðamaður og snýr sér að bókaskrifum og verkefnum tengdum Ferðafélagi Íslands.Vísir/Vilhelm En meirihlutinn ræður og það eru þá starfsmenn gömlu Stundarinnar. Að sögn Elínar stendur til að breyta Mannlífi, bæði að útliti og sem og innihaldi, bæta við starfsfólki og ráða nýjan ritstjóra. „Vera með meiri og hraðari fréttir; þetta verður auglýsingadrifinn og skemmtilegur vefur. Það eru allskonar hugmyndir í gangi,“ segir Elín. Stjórnin hefur fyrir sína parta samþykkt kaupin á Mannlífsvefnum en einhver formsatriði eru þó sem þarf að ganga frá svo sem senda þessar fyrirætlanir til samkeppniseftirlitsins.
Fjölmiðlar Samkeppnismál Tengdar fréttir Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20 Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54 Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Sjá meira
Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Ólík sjónarmið eru uppi innan hluthafahóps Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út Heimildina um að kaupa Mannlíf. Um sannkallaða fjölskyldusameiningu yrði að ræða en hjónin Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson stýra Heimildinni á meðan Reynir Traustason, faðir Jóns Trausta, ræður ríkjum á Mannlífi. Stjórnarformaður vonar að viðskiptin gangi í gegn fyrir áramót. 18. desember 2024 18:20
Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Hjálmar Gíslason og Vilhjálmur Þorsteinsson eru hættir í stjórn Sameinaða útgáfufélagsins sem gefur út fjölmiðilinn Heimildina. Ástæðan er yfirvofandi kaup útgáfufélagsins á Mannlífi Reynis Traustasonar. 18. desember 2024 19:54
Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Reynir Traustason ritstjóri Mannlífs segist hafa verið í viðræðum við Heimildina í um hálft ár um yfirtöku á Mannlífi. Hann segir kaupverðið ekki hátt en vill ekki gefa það upp. Persónulega telji hann tímabært að hætta í blaðamennsku. 18. desember 2024 22:31