Eiga von á um 10 þúsund gestum Atli Ísleifsson skrifar 4. febrúar 2025 09:04 Frá UT-messunni í Hörpu á síðasta ári. UTmessan Reiknað er með að um 10 þúsund gestir muni sækja UTmessuna sem verður haldin í fimmtánda sinn næstkomandi föstudag og laugardag. Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni. Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að UTmessan sé tvískipt í ráðstefnudag og tæknidag, en milli klukkan 8:30 og 18:30 á föstudag er ráðstefna fyrir fólk í upplýsingatækni. „Uppselt er á ráðstefnuna þar sem liðlega 50 fyrirlesarar stíga á stokk og rúmlega 1.200 gestir sækja. Á laugardeginum verður tæknidagur kl. 11-16, en þar verða fjölbreyttir viðburðir og sýning þar sem 60 tæknifyrirtæki og háskólar sýna búnað sinn og hugvit. Tæknidagurinn á laugardag er opinn almenningi og aðgangur er ókeypis. Sextándu UT-verðlaunin Við dagslok á ráðstefnudeginum, 7. febrúar í Hörpu, verður sérstök verðlaunahátíð og UT-verðlaun Ský afhent í 16. skipti. Átján vinnustaðir og verkefni í sex flokkum eru tilnefnd til UT-verðlaunanna, sem frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, afhendir. Einnig verða veitt aðalverðlaun UT-verðlaunanna, heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hraðstefnumót á ráðstefnudegi Meðal nýjunga á ráðstefnu UTmessunnar 7. febrúar eru hraðstefnumót þar sem ráðstefnugestir geta brotið upp daginn og myndað nýjar faglegar tengingar undir leiðsögn, lyfturæður fyrirtækja um markverða áfanga í starfsemi þeirra, sameinuð hlaðvarpsútsending sem fjallar um gervigreind og framtíðina. Lalli töframaður í Eldborg Ský og Advania með beinni útsendingu og viðtölum frá ráðstefnunni og pallborð vísindafólks Stærsta einstaka atriðið á tæknidegi UTmessunnar 8. febrúar, sem er ókeypis og opinn almenningi, eru sýningar með yfirskriftinni „Töfrandi tækni með Lalla töframanni“, sem haldnar verða í Eldborg nokkrum sinnum yfir daginn. Jafnframt verða í gangi örkynningar frá 11:30 til 15:00 og hönnunarkeppni Háskóla Íslands frá kl. 12:00. Mikið verður um leiki, getraunir og fleira skemmtilegt á sýningarbásum fyrirtækjanna, en þeir verða um 60 talsins. Tvíþættur tilgangur Tilgangur UTmessunnar er tvíþættur. Annars vegar að ná saman fagfólki í þekkingariðnaði á ráðstefnudegi og vera helsti vettvangur fyrirlestra, umræðna, skoðanaskipta og nýjunga í þessum geira hér á landi. Ráðstefnudagurinn færir 1.200 gestum um 50 fyrirlestra og fjölbreytta sýningu 60 tæknifyrirtækja að þessu sinni. Ráðstefnudagurinn á föstudag stendur yfir frá kl. 8:30 til 18:30. Hins vegar er tæknidagur UTmessunnar stærsti viðburðinn árlega í því mikilvæga verkefni að kynna tækni og nýsköpun fyrir yngri kynslóðinni og vekja áhuga hennar á að velja tæknigreinar í menntun og atvinnu til framtíðar. Tæknidagurinn verður opinn frá kl. 11-16 á laugardag,“ segir í tilkynningunni.
Ráðstefnur á Íslandi Harpa Upplýsingatækni Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira