„Það voru ánægjuleg tíðindi þegar Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hélt áfram því stýrivaxtalækkunarferli sem hófst í lok síðasta árs með því að lækka stýrivexti um 0,50 prósentustig í morgun, 5. febrúar. Íslandsbanki breytir vöxtum inn- og útlána þann 12. febrúar næstkomandi. Breytingarnar taka mið af áðurnefndri lækkun stýrivaxta Seðlabanka Íslands. Vextir hjá Ergo munu breytast 16. febrúar næstkomandi,“ segir í tilkynningu Íslandsbanka.
Þar koma jafnframt eftirfarandi upplýsingar fram um vaxtabreytinguna:
Útlán
- Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,50 prósentustig
- Óverðtryggðir kjörvextir lækka um 0,50 prósentustig
- Vextir á yfirdráttarlánum lækka um 0,50 prósentustig
- Óverðtryggðir kjörvextir Ergo, vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,50 prósentustig
Innlán
- Vextir á óverðtryggðum innlánum lækka um 0,50 prósentustig