Kjarninn farinn úr Heimildinni Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 10:55 Arnar Þór í réttarsal en hann, ásamt Þórði Snæ ritstjóra Heimildarinnar, höfðuðu mál á hendur Páli Vilhjálmssyni bloggara vegna ásakana þess síðarnefnda á hendur þeim tveimur; en þeir vildu meina að um væri að ræða áburð um refsiverða og siðferðislega ámælisverða blaðamennsku. vísir/vilhelm Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur söðlað um, hann er hættur á Heimildinni og er hann nú orðinn starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla. Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla.
Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Sjá meira
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16