„Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 11:54 Lítið hafði farið fyrir hjónunum Kanye West og Biöncu Censori undanfarna mánuði þar til þau skutu upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina. Getty Kanye West segist hafa verið ranglega greindur með geðhvörf og sé í raun einhverfur. Hann þakkar eiginkonu sinni fyrir að senda hann í greiningu og segist hættur að taka geðlyf. Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan: Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Sjá meira
Hinn 47 ára West mætti í vikunni í hlaðvarpið The Download sem samfélagsmiðlafígúran Justin Laboy heldur úti. Þar fór rapparinn um víðan völl og opnaði sig meðal annars um einhverfugreiningu sína. „Konan mín fór með mig, hún sagði: ,Eitthvað við persónuleikann þinn virkar ekki eins og geðhvörf, ég hef séð geðhvörf áður‘,“ sagði West í hlaðvarpinu á þriðjudag. „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa sem ég er með.“ Einhverfan skýri margt West greindi frá því að hann hefði verið greindur með geðhvarfasýki árið 2016 eftir að hann var lagður inn á spítala vegna „geðræns neyðartilfellis“ (e. psychiatric emergency) eins og læknar lýstu því. Eftir að einhverfan kom í ljós segir West að allt sem á undan gekk hafi orðið skýrara. „Þú ert bara: ,Já maður, ég ætla að klæðast þessum Trump-hatti því ég fíla Trump almennt‘,“ sagði hann og bætti við: „Þegar aðdáendur mínir segja mér að gera plötuna mína á einhvern sérstakan hátt, geri ég það akkúrat öfugt.“ West hefur aldrei setið á skoðunum sínum sem hefur ítrekað komið honum í koll. Vandræðin náðu hámarki 2022 þegar andgyðingleg ummæli hans urðu til þess að fjöldi fyrirtækja og samstarfsaðila hættu samstarfi við rapparann. Samkvæmt Forbes tapaði West mörg hundruð milljónum dala vegna málsins. „Stöðug tilfinning fyrir því að vera ekki með stjórnina leiddi til þess að ég missti stjórnina,“ sagði hann við Laboy. Hættur að taka lyfin Nú þegar West telur sig ekki lengur vera með geðhvarfasýki segist hann vera hættur að taka geðlyf við sjúkdómnum. Kanye West og Bianca Censori á Grammy-hátíðinni 2025.Jon Kopaloff/WireImage „Ég hef ekki tekið lyfin síðan ég komst að því að ég væri ekki með geðhvarfasýki, að það væri ekki rétt greining,“ sagði West í viðtalinu. Hann sagðist feginn gera það því lyfin hafi bælt sköpunarkraft hans algjörlega. Þessa dagana er West að undirbúa næstu plötu sína, Bully, sem á að koma út í sumar. Þar að auki er hann að vinna að fyrstu plötu dóttur sinnar, hinnar ellefu ára North West. Sú var tilkynnt fyrir ári síðan og ku heita Elementary School Dropout sem er vísun í fyrstu plötu föðursins, College Dropout. West og Censori hafa vakið mikla athygli saman frá því þau giftu sig í desember 2022. Bæði vegna ofstopafullrar framgöngu West og vegna þess að Censori er gjarnan hálfnakin þegar þau fara út á meðal almennings. Síðustu mánuði hafði lítið farið fyrir þeim tveimur og var talið að hjónabandið væri á barmi skilnaðar. Hjónin skutu síðan aftur upp kollinum á Grammy-hátíðinni um helgina þar sem Censori var í gegnsæjum nælonkjól einum klæða. Viðtal Laboy við West má svo sjá í heild sinni hér að neðan:
Geðheilbrigði Tónlist Bandaríkin Mál Kanye West Mest lesið Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Lífið „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Lífið Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Bíó og sjónvarp „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Lífið Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Tíska og hönnun Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Tíska og hönnun Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Lífið Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lífið Konungurinn miður sín eftir mismælin Lífið Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja Lífið Fleiri fréttir Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld „Ég er búin að sætta mig við að ég mun líklega aldrei fá nein svör“ Stjörnustjarfur með David Schwimmer og Will Ferrell Fréttatía vikunnar: Leynigestur, brottvísanir og ofurfyrirsæta Maríanna og Dommi trúlofuð Kúrekar og bandíttar í stuði á Kommablótinu Prinsessan eignaðist dóttur Segist vera nasisti sem elskar Hitler Lítil þolinmæði fyrir hrekk Audda Aðstoðarmennirnir og ástin Sjá meira