Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar 7. febrúar 2025 06:02 Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Sjá meira
Bjarni Benediktsson og nokkrir aðrir framámenn Sjálfstæðisflokksins, ekki sízt Jón Gunnarsson, hafa verið nátengdir Kristjáni Loftssyni í Hval. Hafa þeir stutt hann og hans hvalveiðar með ráðum og dáð. Reyndar hefur allur þingflokkurinn stutt þær, eftir því, sem bezt verður séð. Er Sjálfstæðisflokkurinn hjartalaus? Við hvalveiðar eru háþróuð, lifandi spendýr, með andlegt og líkamlegt skyn, svipað og við menn, sprengd og tætt, limlest til dauða, en þetta virðist ekkert mál fyrir Sjálfstæðismenn. Eru þar Sjálstæðiskonur meðtaldar. Í hópi stuðningsmanna hvalveiða voru/eru greinilega, fyrir mér undarlegt nokk, líka Þórdís Kolbrún og Áslaug Arna. Kvenlegt tilfinnganæmi þar af skornum skammti. Stundum spyr ég mig, hvort Sjálfstæðisflokkurinn sé hjartalaus stjórnmálaflokkur. Gilda þar bara peningar, efnaleg gildi, eiginhagsmunir, frelsi til eigin þarfa og óska, á gagnkvæmum grundvelli? Alla vega hefur hann lítið eða ekkert gert með dýra-, náttúru- og umhverfisvernd, þarfir og neyð annarra, undir núverandi forustu. Stjórnmál ættu þó að snúast um framtíð jarðarinnar, lífríks þess og heill alls mannkyns. Föðurbróðir stjórnarformaður Við þetta bætist, að ættimenni Bjarna hafa verið tengd Hval, verið hluthafar og/eða hagsmunaaðilar þar, t.a.m. var föðurbróðir Bjarna, Einar Sveinsson, stjórnarformaður Hvals. Flestir hefðu talið, að samband Bjarna við Hval hafi verið svo náið, að hann - sem stjórnmála- og valdamaður – hafi ekki verið hæfur til að fara með málefni félagsins, hvað þá að veita þeim harðlega umdeilt og krítískt veiðileyfi. Tók sér vald, sem hann hafði ekki Allra sízt hefði slík leyfisveiting átt að eiga sér stað í starfsstjórn, þar sem stjórnarflokkarnir Bjarna, D og B, voru að enda við að tapa 10 þingsætum í kosningum, og höfðu eftir það aðeins 19 þingsæti, af 63, á bak við sig. Höfðu glatað öllu trausti og stóðu í raun uppi valda- og umboðslausir. Við bætist, að flokkarnir, sem unnu þingkosningarnar 30. nóvember, S, C og FF, með 36 þingsætum, og ljóst var, að myndu mynda nýja ríkisstjón, hinir raunverulegu nýju valdhafar, höfðu allir lýst yfir andstöðu við hvalveiðar. Til viðbótar við þetta allt kom svo það, að fyrir lág, að starfshópur, sem var skipaður af Katrínu Jakobsdóttur, hefði það verkefni að skoða og gera heildstæða úttekt á hvalveiðum, lagaumhverfi þeirra, bæði með tilliti til veiðanna (sem er frá 1949) og velferðar dýranna (lög um velferð dýra frá 2013), myndi skila niðurstöðum í febrúar 2025. Afstaða meirihluta þjóðarinnar hunzuð Hér skal líka rifjað upp, að síðasta skoðanakönnun Maskínu sýnir, að 51% þjóðarinnar er andvígt hvalveiðum, en aðeins 29% hlynnt. Hefði ekki mátt ætlast til þess, að Bjarni hefði eitthvað gert með skoðanir og vilja fólksins í landinu? Greinilega ekki. Hvað hefðu ábyrgir og heiðarlegir menn gert? Allir menn með lágmarks sómakennd, allir ábyrgir og heiðarlegur menn, hefðu í þeirri stöðu, sem hér hefur verið lýst, í byrjun desember í fyrra, látið leyfisumsókn Hvals bíða afgreiðslu þar til ný og réttkjörin ríkisstjórn hefði tekið við og/eða niðurstaða hefði fengizt frá starfshópnum um stöðu og framtíð hvalveiða. Fyrir veiðarnar sjálfar - ef leyfi hefði þá yfir höfuð verið veitt, af réttum valdhöfum, sem er afar ósennilegt - hefði þetta engu máli skipt, þar sem undirbúningur þarf ekki að hefjast fyrr en í marz/apríl, en veiðarnar hafa venjulega hafizt seint í júní. Fagráð um velferð dýra staðfesti dýraníð 8. maí 2023 birti MAST skefilega skýrslu um hvalveiðar sumarið 2022, kolsvarta skýrslu, sem sýndi, að lífið hafði verið murkað úr 41% dýranna, með fólskulegum- og skelfilegum hætti, stórfellt dýraníð á háþróuðum spendýrum framið, en hvalir eru sambærilegir við fíla, meðal landdýra, að allri gerð, skyni, tilfinningum og lífsháttum. Fjölskyldur lifa saman í hópum. Fór um alla góða menn, sem skoðuðu þessa skýrslu. Grétu sumir, Inga Sæland, en þó greinilega ekki Bjarni Ben. Um þessa skýrslu varðaði hann greinilega lítið, hvað þá um hryllilegar limlestingar og kvalræði háþróaðra dýra. Ekki hef ég séð, hversu margar hvalkýr voru drepnar, en sumar þeirra hafa verið með kálf í kviði, og aðrar með lifandi kálf sér við hlið, sem hefur veslast upp og soltið í hel við dráp móður. Skýrsla MAST for svo formlega til Fagráðs um velferð dýra 22. Maí, 2023, og kom niðurstaða frá Fagráði 16. júní: „Niðurstaða ráðsins var sú, að sú veiðiaferð, sem beitt er við veiðar stórhvela, samrýmist ekki ákvæðum laga nr. 55/2013 um velferð dýra“. Var dýraníðið þannig staðfest. Gaf ráðið jafnframt til kynna, að það teldi, að ekki sé hægt að bæta svo úr, með núverandi skipum, tólum og veiðiaðferðum, að veiðar geti samræmst þessum lögum. Stöðva verður veiðar Undirritaður treystir því því, að ný ríkisstjórn dragi til baka þessa leyfisveitingu, eða banni einfaldlega hvalveiðar á grundvelli lagafrumvarps Andrésar Inga, frá því í fyrra, annars vegar í samræmi við þá stefnu, sem hún stendur fyrir og var kosin út á, og, hins vegar, þar sem leyfisveitingin stenzt stjórnarfarslega illa eða alls ekki og vondur þefur klíkuskapar og spillingar er af leyfisveitingunni. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun