Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 15:58 Sjókvíaeldi í Berufirði. Þar drápust fleiri en 130.000 laxar eða þeim var fargað í desember. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Um 4,8 milljónir laxa drápust í sjókvíaeldi í fjörðum landsins í fyrra samkvæmt tölum Matvælastofnunar. Hún rannsakar enn dauða meira en milljónar laxa hjá fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum í lok síðasta árs. Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum. Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Yfir fjórar og hálf milljón laxa hefur drepist í sjókvíaeldi á hverju ári undanfarin þrjú ár. Árið 2022 drápust 4.755.000 laxar eða þeim var fargað í sjókvíaeldi í fjörðum landsins. Meginorsökin þá var svonefnd ISA-veira í fiskeldi á Austfjörðum. Árið eftir drápust fjórar og hálf milljónir laxa eða þeim var fargað, nú aðallega vegna lúsafaraldurs á Vestfjörðum. Fiskum í sjókvíum hefur fjölgað nokkuð á þessu tímabili. Árið 2022 voru að meðaltali sextán milljónir fiska í sjó á mánuði en þeir voru orðnir tuttugu milljónir árið 2023. Í fyrra voru 21,5 milljónir fiska í sjó að meðaltali á mánuði. Um 1,3 milljón drapst á Austfjörðum einum í nóvember og desember Mestu afföllin urðu á Austfjörðum í lok árs. Í desember einum og sér drápust um 770.000 fiskar eða þeim var fargað í Fáskrúðsfirði, Berufirði og Reyðarfirði, þar af yfir 530.000 í Fáskrúðsfirði einum. Afföllin í nóvember námu um 590.000 fiskum. Í heildinni nam laxadauðinn í nóvember og desember meira en 1,3 milljónum fiskum, meira en fjórðungur heildardauðans fyrir allt árið. Í skriflegu svari Matvælastofnunar við fyrirspurn Vísis kemur fram að rannsókn standi yfir á laxadauðanum á Austfjörðum. Það hafi að langmestu leyti verið seiði sem drápust við útsetningu og í kjölfar hennar. Ekki fengust frekari upplýsingar um rannsóknina á meðan henni er ekki lokið. Forstöðumaður fiskeldisdeildar Matvælastofnunar sem rannsakar dauðan á Austfjörðum sagði RÚV í síðasta mánuði að þörf væri á strangari reglum vegna hans. Banna ætti að setja seiði í kvíar þegar sjávarhiti færi undir viss mörk. Talið er að seiði hafi drepist eftir að þau voru sett í kvíar vegna kulda í sjónum fyrir austan í nóvember og janúar. Uppfært 7.2.2025 Í upphaflegum inngangi fréttarinnar misritaðist að MAST rannsakaði dauða fiska á Vestfjörðum. Það rétta er að rannsóknin beinist að miklum dauða laxa á Austfjörðum.
Fiskeldi Sjávarútvegur Dýr Sjókvíaeldi Tengdar fréttir 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Heildarfjöldi eldislaxa sem var fargað eða flokkast undir afföll í fiskeldi frá janúar til og með nóvember á þessu ári eru 3.715.904 fiskar. Undir afföll flokkast þeir fiskar sem drepast í sjókvíaeldi. 30. desember 2024 16:55