Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 5. febrúar 2025 11:32 Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Málefni trans fólks Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Trans Ísland, stuðnings- og baráttusamtök fyrir trans fólk, gerðist aðildarfélag að Kvenréttindafélagi Íslands árið 2020. Kvenréttindafélagið telur fulla ástæðu til þess að orð formanna félaganna tveggja við það tilefni séu rifjuð upp í samhengi við umræðu síðustu vikna á Íslandi um trans fólk og í samhengi við hræðilegar yfirvofandi lagabreytingar og tilskipanir í BNA . Aðildinni fagnaði formaður Kvenréttindafélagsins, Tatjana Latinovic, sem sagði: „[…] Kvenréttindafélagið hefur í rúmlega hundrað ár verið leiðandi í baráttunni fyrir kvenréttindum og jafnrétti kynjanna. […]. Jafnrétti verður aldrei náð ef jafnrétti er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu.“ Formaður Trans Ísland, Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir fagnaði einnig og sagði: „[…] Trans fólk og hinsegin fólk almennt er órjúfanlegur partur af femínískri baráttu og þurfum við öll að taka höndum saman til að kveða burt íhaldsöfl og áróður sem hafa risið upp á afturlappirnar gegn trans fólki víðsvegar um heim á undanförnum árum. Það er mikilvægt að við á Íslandi setjum fordæmi og sýnum að femínísk samstaða og barátta þarf að ná til okkar allra – ekki bara þeirra sem falla kyrfilega í ríkjandi kynjanorm eða önnur ríkjandi valdakerfi.“ Þetta var árið 2020 en í dag eiga þessi orð formannanna jafnvel betur við. Allar konur, sís og trans, eru konur og allar konur eiga heima í Kvenréttindafélagi Íslands sem hefur barist fyrir réttindum kvenna í 118 ár. Ímynduð ógn og raunveruleg ógn við konur Í þá ímynduðu ógn sem konum stafar af trans fólki og þá sérstaklega trans konum þarf vart að eyða orðum enda koma þau frá fólki sem í besta falli lætur sig raunverulegt öryggi kvenna engu varða en í versta falli vinnur einbeitt gegn því eins og núverandi forseti Bandaríkjanna. Konum stafar ógn af óteljandi formum kynbundins ofbeldis þar sem Hr. Venjulegur er gerandi, af ólögum sem hindra yfirráð kvenna yfir eigin líkama og sleppa ofbeldismönnum við refsingar, af fyrrverandi og núverandi mökum sem eru langstærsti hópurinn sem þær myrðir, af örmögnun vegna krafna sem ekki er hægt að mæta, oft tengdum móðurhlutverkinu, af stríðsbrölti karla og af ótal fleiri birtingarmyndum kvenfyrirlitningar feðraveldisins. Jafnrétti styrkir og bætir samfélög Sú grundvallarhugmyndafræði sem því miður flest samfélög í heiminum í dag hvíla á, gengur út frá yfirráðum hvítra karla yfir öðrum. Samfélög þar sem kynjajafnrétti er lítið eru óstöðug, efnahagslega verr stödd, líklegri til stríðsátaka og framþróun er þar hæg. Ríkjandi valdakerfi ógnar lífi, heilsu og lífsgæðum kvenna og barna um allan heim. Eina leiðin til að draga úr ógninni er að breyta kerfinu. Þau sem vilja stöðug og blómleg samfélög og aukið öryggi kvenna og barna ættu því að leggjast á eitt við að breyta stöðnuðu valdakerfi aftur úr fornöld í stað þess ráðast að jaðarsettum hópum eins og trans fólki. Kvenréttindafélag Íslands stendur með trans konum nú sem áður. Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar