Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2025 10:44 Sigurjón Þórðarson, formaður atvinnuveganefndar, við setningu Alþingis í gær. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis úr Flokki fólksins vill endurskoða ríkisstyrki til Morgunblaðsins í kjölfar umfjöllunar þess um flokkinn og formann hans. Hann sakar blaðið um að ganga erinda stórútgerðareigenda sinna. Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Morgunblaðið hefur farið mikinn í umfjöllun um mistök sem voru gerð innan stjórnsýslunnar þegar Flokkur fólksins fékk greidda styrki frá ríkinu þrátt fyrir að hann uppfyllti ekki skilyrði til þess eftir að lögum um stjórnmálasamtök var breytt árið 2022. Þá hefur það fjallað um fasteignir í eigu Ingu Sæland, formanns Flokks fólksins, og nú síðast hagsmunaárekstra Sigurjóns Þórðarsonar, nýs formanns atvinnuveganefndar Alþingis, vegna smábátaveiða hans. Ríkisstjórnin ætlar að auka svigrúm til strandveiða frá því sem verið hefur. Sigurjón sagði Morgunblaðið hafa hegðað sér „með ólíkindum“ undanfarna daga og vikur í viðtali á Útvarpi Sögu á fimmtudag. Blaðið hefði beint spjótum sínum að barnabörnum Ingu, nefnt hvar þau byggju og birt myndir af húsum þeirra í umfjöllun sinni. „Þetta er ekki gæfulegt fyrir blað sem einhvern tímann var blað allra landsmanna en er það greinilega ekki núna heldur einungis blað fámennrar klíku auðmanna,“ sagði Sigurjón sem taldi augljóst að eigendur Morgunblaðsins úr „stórútgerðinni“ stæðu að baki árásum á þá sem vildu auka frelsi í fiskveiðum. Nefndi Moggann og RÚV vegna gagnrýninnar umfjöllunar Beint í kjölfarið af umræðunni um umfjöllun Morgunblaðsins var Sigurjón spurður út í styrki stjórnvalda til fjölmiðla. „Það er líka kominn tími til þess að endurskoða einfaldlega fjárframlög til Morgunblaðsins tel ég vera vegna þess að við erum að láta þarna gríðarlegar upphæðir inn í blað sem er í rauninni að reka erindi gegn almannahagsmunum og fyrir hagsmunum örfárra auðmanna. Ef við erum hér að hreyfa örlítið við sjávarútvegskerfinu þá standa á okkur öll spjót,“ sagði Sigurjón. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér fyrir neðan. Ummælin lætur Sigurjón falla á fjórðu mínútu upptökunnar. Hann sagði Flokk fólksins einnig vilja taka RÚV af auglýsingamarkaði eftir að þáttastjórnandi bar undir hann að fréttastofa RÚV hefði einnig fjallað gagnrýnið um Flokk fólksins undanfarið. Sagði formaður atvinnuveganefndar að eigendur Morgunblaðsins úr sjávarútvegi teldu sig eiga landið og miðin. Þeir teldu öll meðöl réttlætanleg í árásum á stjórnmálamenn sem vildu hrófla við sjávarútvegskerfinu. „Við ætlum bara að taka á þessu af hörku í Flokki fólksins,“ sagði Sigurjón.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Flokkur fólksins Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent