Innherji

Bjóða hlut­höfum út­göngu út úr Eyri með greiðslu bréfa í JBT-Marel

Hörður Ægisson skrifar
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest. Fjárfestingafélagið, sem er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar og Árna Odds, Landsbankans, LSR og LIVE, hyggst núna bjóða hluthöfum útgöngu út úr félaginu - en aldarfjórðungur er frá stofnun Eyris. 
Friðrik Jóhannsson, stjórnarformaður Eyris Invest. Fjárfestingafélagið, sem er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar og Árna Odds, Landsbankans, LSR og LIVE, hyggst núna bjóða hluthöfum útgöngu út úr félaginu - en aldarfjórðungur er frá stofnun Eyris. 

Stjórn Eyris Invest, einn stærsti hluthafinn í JBT-Marel Corporation, áformar að leggja það til við aðalfund að hlutafé þess verði lækkað með því að bjóða öllum hluthöfum kost á útgöngu út úr fjárfestingafélaginu, sem yrði einkum gert með greiðslu í bréfum í sameinuðu fyrirtæki JBT-Marel. Eftir að hafa fengið meðal annars í sinn hlut tugmilljarða greiðslu í reiðufé við samruna félaganna, sem var nýtt til greiða upp skuldir við íslenska banka, er Eyrir nú orðið skuldlaust.


Tengdar fréttir

Undir hlut­höfum komið hvort skráning sam­einaðs félags hér heima heppnist

Marel kemur inn í áformaðan risasamruna við John Bean Technologies (JBT) „algjörlega sem jafningi“ bandaríska fyrirtækisins, að sögn Árna Sigurðssonar forstjóra, sem telur að hluthafar ættu að hafa enn meiri trú á sameinuðu félagi sem verði með einstaka stærðarhagkvæmni og segist ekki hafa upplifað neina fjárfesta tala „ákveðið“ á móti samrunanum. Í viðtali við Innherja undirstrikar hann að það séu hagsmunir þeirra sem vilja taka tilboðinu hjá JBT að ákveða sig snemma fremur en á lokametrunum og brýnir hluthafa Marel að það sé undir þeim komið hvort skráningin á Íslandi muni heppnast vel eða ekki þegar fram í sækir.

Stærstu sjóðirnir fallast á til­boð JBT og telja sam­einað félag álit­lega fjár­festingu

Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins, sem ráða sameiginlega yfir eignarhlut í Marel sem nemur vel á annan tug prósenta, staðfesta að þeir muni samþykkja yfirtökutilboðið frá John Bean Technologies. Framkvæmdastjóri LSR undirstrikar að það sé mat sjóðsins að sameinað félag muni áfram vera „álitlegur fjárfestingarkostur“ á íslenskum hlutabréfamarkaði.

Biðstaða á gjald­eyris­markaði eftir um 100 milljarða greiðslu til hlut­hafa Marel

Engin merki eru enn um að þeir miklu fjármunir sem voru greiddir út í erlendum gjaldeyri til íslenskra fjárfesta í byrjun ársins við yfirtöku JBT á Marel séu að leita inn á millibankamarkaðinn, að sögn gjaldeyrismiðlara, en gengi krónunnar hefur lækkað lítillega eftir snarpa styrkingu fyrr í haust, meðal annars vegna umfangsmikilla kaupa erlendra vogunarsjóða í Marel. Ætla má að lífeyrissjóðir hafi fengið í sinn hlut samanlagt jafnvirði nærri 50 milljarða í reiðufé við söluna en ósennilegt er að sjóðirnir muni selja þann gjaldeyri fyrir krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×