Vanskil að lækka á flesta mælikvarða síðustu mánuði þrátt fyrir háa vexti
Eftir skarpa aukningu í alvarlegum vanskilum einstaklinga og fyrirtækja framan af árinu 2024 tók þróunin talsverðum breytingum þegar komið var á seinni hluta ársins og vanskilin fóru þá lækkandi á nýjan leik, samkvæmt gögnum frá Motus, á sama tíma vaxtalækkunarferlið var ekki enn hafið. Vanskilahlutföllin eru núna talsvert undir þeim viðmiðum sem þekktust á árunum fyrir faraldurinn.
Tengdar fréttir
Alvarleg vanskil aukist töluvert
Brynja Baldursdóttir, forstjóri Motus, segir að þrátt fyrir að lítið beri á greiðsluvanda vegna fasteignalána bendi gögn félagsins til þess að alvarleg vanskil séu að aukast töluvert. Þau fari einnig lengra inn í innheimtuferlið og verði alvarlegri.
Annað en 50 punkta lækkun myndi vekja áhyggjur af óskýrleika nefndarinnar
Mikill meirihluti markaðsaðila og hagfræðinga telur einboðið að Seðlabankinn lækki vextina á nýjan leik um fimmtíu punkta í vikunni enda myndi önnur ákvörðun „skjóta skökku við“ með hitastigið á raunstýrivöxtunum á nákvæmlega sama stað nú og þegar peningastefnunefndin kom síðast saman í nóvember. Á meðan sumir þátttakendur í könnun Innherja telja hægt að fara rök fyrir stærra skrefi, núna þegar verðbólgan er á undanhaldi og hátt raunvaxtastig mun halda áfram að bíta fast, þá benda aðrir á að það sé enn viðnámsþróttur víða í hagkerfinu og fátt sem „beinlínis hrópi“ á mikla losun aðhalds.