Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Jón Þór Stefánsson skrifar 3. febrúar 2025 19:05 Lárus L. Blöndal er forseti ÍSÍ. Vísir/Einar Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands segist fordæma allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Sambandið bendir á að þjálfarar eigi að gæta að málfari og hegðun sinni, og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar. ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun framkvæmdastjórnarinnar sem hefur verið send á fjölmiðla. Ekki kemur fram með skýrum hætti hvert tilefni þessarar ályktunar er, en undanfarið hefur hávær umræða átt sér stað um framferði Brynjars Karls Sigurðssonar, þjálfara körfuboltaliðsins Aþenu. „Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu,“ segir í ályktun ÍSÍ. Þar segir jafnframt að sambandið vinni nú að gerð öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna. Jafnframt sé unnið að lagabreytingum sem eigi að miða að því að „auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.“ Umræðan kalli á viðbrögð Andri Stefánsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, segir í samtali við fréttastofu að umfjöllunin um Aþenu-málið hafi kallað á ályktun af hálfu sambandsins. Framkvæmdastjórnin hafi þó ekki tekið fyrir atvikið sjálft eða málið sem þetta varðar. „Framkvæmdastjórn vildi koma inn á það að alveg sama hver á í hlut að þá eru ákveðnir hlutir sem eiga ekki að líðast. Þetta á að vera öruggt umræði. Síðan er ákveðin vinna í gangi,“ segir Andri. Miklar ritdeilur í kjölfar viðtals Viðtal Vísis við Brynjar Karl hefur vakið talsverða athygli. Þar lýsti hann spurningu blaðamanns um hvort hann hygðist breyta aðferðum sínum sem „hippamussukommenti“. Jafnframt sagði hann liðsmenn Aþenu vera „fokking aumingja“. Í kjölfarið birti Brynjar færslu á Facebook þar sem hann sakaði Vísi um að flytja falsfréttir. Þá skoraði Brynjar á Vísi um að birta viðtalið sem var tekið við hann í heild sinni, og það var gert. Sjá nánar: „Fokking aumingjar“ Bjarney Lárudóttir Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Borgarfjarðar, lagði einnig orð í belg. Hún sagði framferði Brynjars gagnvart liðsmönnum Aþenu „ekkert annað en ofbeldi“. Bjarney birti jafnframt myndband af því þegar Brynjar virðist lesa yfir leikmanni sínum. „Ég hreinlega trúi því ekki að það sé ennþá til fólk sem er tilbúið að verja hann, og ég skil ekki að nokkur vilji að spila undir hans stjórn. En ég veit líka að það getur verið erfitt að losa sig úr ofbeldissambandi þannig að ég vona að þessir einstaklingar séu með heilsteypt fólk í kringum sig sem getur hjálpað þeim að stíga út úr þessum óheilbrigðu aðstæðum.“ Helena Óskarsdóttir, eiginkona Brynjars, hefur síðan svarað Bjarneyju í sömu mynt. „Ef eitthvað ber merki um ofbeldi, þá er það þessi framganga hennar: að ráðast á Brynjar, Aþenu og stelpurnar.“ Þar að auki hafa leikmenn Aþenu sent frá sér yfirlýsingu. Þær hafna því alfarið að hafa verið beittar ofbeldi aff hálfu Brynjars. Þær vísa til ummæla Bjarneyjar og segja þau sýna vanvirðingu í þeirra garð. Ályktun ÍSÍ má sjá hér að neðan: Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) fordæmir allt ofbeldi í íþróttahreyfingunni. Samkvæmt hegðunarviðmiðum ÍSÍ er áhersla lögð á að þjálfarar gæti að málfari sínu og hegðun, nýti stöðu sína á uppbyggilegan hátt og beiti sér gegn öllu ofbeldi. Því lítur framkvæmdastjórn atvik þar sem þjálfari öskrar, slær til iðkenda og/eða niðurlægir með orðum alvarlegum augum og ítrekar að slík misbeiting á valdi á ekki heima í okkar hreyfingu. ÍSÍ vinnur að gerð Öryggis- og velferðarstefnu fyrir íþróttahreyfinguna ásamt lagabreytingum sem miða að því að auka enn frekar farsæld iðkenda og annarra sem tengjast íþróttastarfinu og skapa skýrari ramma um mál er snúa að velferð og öryggi innan hreyfingarinnar.
ÍSÍ Bónus-deild kvenna Körfubolti Aþena Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Mark Cuban mættur aftur Körfubolti Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Erfiðara að komast í New York-maraþonið en inn í Harvard og Yale NFL-goðsögninni sleppt úr fangelsi en hann þarf að vera með ökklaband Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Mark Cuban mættur aftur Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Dagskráin í dag: Alvöru körfuboltakvöld og Færeyjar elta HM-draum Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Sjá meira