Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2025 10:23 Luka Doncic sækir hér á LeBron James í leik Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers en nú eru þeir tveir orðnir samherjar. Getty/Tim Heitman Dallas Mavericks og Los Angeles Lakers komu öllum á óvart með einum stærstu leikmannaskiptum sögunnar í NBA deildinni þegar liðin skiptust á súperstjörnum í nótt. Það sem meira er Dallas Mavericks var tilbúið að láta frá sér leikmann sem flest félög dreymir um að byggja lið sín í kringum. Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira
Það eru líka margir gáttaðir á því að Dallas hafi verið tilbúið að láta frá sér slóvensku stórstjörnuna Luka Doncic. Anthony Davis er vissulega frábær leikmaður sem er efstur hjá Lakers í stigum, fráköstum og vörðum skotum en Dallas var tilbúið að gefa Lakers tækifæri á að tefla fram LeBron-Luka tvíeykinu. View this post on Instagram A post shared by SportsCenter (@sportscenter) Sérfræðingur ESPN hefur farið yfir leikmannaskiptin og það er óhætt að segja að hann lýsi Los Angeles Lakers sem yfirburðar sigurvegara. Kevin Pelton hjá ESPN gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær aftur á móti falleinkunn eða F. Doncic er fjórum árum yngri en Davis og á heilt tímabil eftir af samningi sínu auk þess að hann sjálfur getur framlengt samninginn um eitt ár. Í mati Pelton á skiptunum þá talar um það að ef lið fengu að velja alla leikmenn NBA í dag þá væru það aðeins Victor Wembanyama hjá San Antonio og Nikola Jokic hjá Denver Nuggets sem færu á undan Doncic. Það væri síðan val á milli Doncic og Shai Gilgeous-Alexander hjá Oklahoma City Thunder þegar kæmi að þriðja valréttinum. Hann telur að Doncic sé í raun mikilvægasti leikmaður sögunnar til að vera skipt á milli liða. Í vetur er Doncic með 28,1 stig, 8,3 fráköst og 7,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur verið að glíma við kálfameiðsli og spilaði síðast á jóladag. Hér er samt aðallega verið að tala um sóknarleikinn. Þar liggur enginn vafi á hæfileikum Doncic en það er önnur saga þegar kemur að varnarleiknum og þar er Anthony Davis öflugur en Doncic oft líkari keilu. Doncic á í sumar rétt á fjögurra ára og 229 milljón dollara samning en gæti líka skrifað undir styttri samning. Það má deila um það hvort að þetta sé nóg til að gefa Lakers raunhæfa möguleika á því að fara alla leið í ár en það sem það gefur félaginu óumdeilanlega er ný súperstjarna til að taka við þegar LeBron James ákveður að hætta. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
NBA Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Sjá meira