Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, lagði fram innanhússtillögu í gær. Kennarasamband Íslands hefur til klukkan eitt á laugardag til að taka afstöðu til tillögunnar.
Í tilkynningu frá SÍS segir að stjórnin fjallaði um tillögu ríkissáttasemjara „sem hann lagði fram eftir árangurslausar kjaraviðræður“, á fundi sínum í dag.
„Stjórn Samband íslenskra sveitarfélaga lýsir yfir vilja að fara í þá vegferð sem ríkissáttasemjari hefur lagt fram í kjaradeilu Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands, þrátt fyrir að tillagan feli í sér talsverðan kostnað. Stjórn telur mikilvægt að sýna samningsvijla, og eftir fund með framkvæmdastjórum sveitarfélaga, samþykkir stjórn að gfanga frá kjarasamningnum við þessa mikilvægu stétt,“ segir í bókun SÍS.
Samþykkt tillögunnar var samhljóða af stjórn Sambandi íslenskra sveitarfélaga.
Samþykki Kennarasamband Íslands ekki tillöguna hefst verkfall að öllu óbreyttu á morgun, 1. febrúar, í fjórtán leikskólum og sjö grunnskólum.