Systurnar Eliza og Henrietta Huzti eru 32 ára gamlar og upprunalega frá Ungverjalandi, en þær fluttu til Skotlands fyrir nokkrum árum. Þær eru í raun þríburasystur, en þær eiga líka bróður sem er þriðji þríburinn.
Síðast er vitað til ferða systranna um miðja nótt í miklum kulda þann 7. janúar, en þá sást til þeirra í myndefni úr öryggismyndavélum í miðbæ Aberdeen. Ekki er vitað hvers vegna þær voru á ferð.
Þær sáust skammt frá ánni Dee, sem á ármynni í Aberdeen, en talið er að hún hafi verið ísilögð í kuldanum.
Málið var áberandi í fjölmiðlum í Bretlandi, en umfangsmikil leit bar engan árangur. Lögreglan gaf út að ekki væri grunur um að neitt saknæmt hefði átt sér stað.
En í dag var greint frá því að lík hefði fundist í vatninu. Eins og áður segir á eftir að bera kennsl á líkið.