„Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. janúar 2025 22:03 Rúnar Ingi reynir að koma skilaboðum áleiðis til leikmanna sinna Vísir/Hulda Margrét Njarðvíkingar byrjuðu leikinn í kvöld gegn Valsmönnum á fleygiferð en virtust svo algjörlega missa móðinn eftir því sem leið á en Valsmenn unnu að lokum nokkuð öruggan 88-76 sigur þegar liðin mættust í Bónus-deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“ Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur með hvernig hans menn tóku á mótlæti kvöldsins en tók sökina þó á sig. „Þeir voru bara andlega betur tilbúnir fyrir baráttu í 40 mínútur. Tókust betur á við þær áskoranir sem eru innifaldar í því að spila alvöru körfuboltaleik, með öllum þeim ófullkomnu hlutum sem eiga að gerast á þeim 40 mínutum. Þeir díluðu bara betur við það og sýndu mátt sinn varnarmegin í seinni hálfleik. Ég þarf að taka sökina á mig fyrir að halda mínum mönnum ekki nægilega vel öguðum til að taka betri ákvarðanir sóknarlega.“ „Ég á að ráða hvernig spilað“ Njarðvíkingar hittu mjög vel fyrir utan í byrjun leiks og settu niður sex þrista. Nýtingin þeirra í leiknum var góð en þristunum fækkaði mjög eftir því sem leið á leikinn. Þar var það varnarleikur Valsmanna sem réð úrslitum sem og ákvarðanataka gestanna. „Við verðum eitthvað ragir, smeykir. Vorum ekki að ná að brjóta vörnina jafn mikið í seinni hálfleiknum. Vorum að velja „drive-in“ of snemma á móti varnarmönnum sem við eigum ekki að ráðast á. Seinir að gefa hann, ef við gáfum hann! Þar af leiðandi erum við að opna færri háprósentu þriggjastiga skot eins og við vorum að ná að gera meira af í fyrri hálfleik.“ „Þetta er bara eitthvað sem ég verð að taka á mig sem þjálfara. Ég á að ráða hvernig spilað og að hverju við erum að leita, ég þarf að skýra það greinilega aðeins betur út fyrir mönnum að við þurfum að spila liðskörfubolta ef við ætlum að vinna eitthvað.“ Valsmenn náðu 14-0 áhlaupi í lok þriðja og í upphafi fjórða leikhluta og það var engu líkara en Njarðvíkingar gæfust hreinlega upp í kjölfarið. Rúnar ítrekaði fyrri orð sín aðspurður um þennan kafla. „Aftur, áskoranirnar sem eru innifaldar í 40 mínútna körfuboltaleik. Bæði það að geta verið með góðan anda og hafa gaman þegar vel gengur þá snýst þetta líka um að halda velli. Ekki vera einhver fórnarlömb aðstæðna. Dómarar hér og þar. Það voru hvað, átta körfuboltalið að keppa í kvöld og allir fengu fullt af dómum á móti sér sem þeir voru mjög ósammála í mómentinu. Liðin sem díla betur við það andlega og eru ekki með eitthvað væl, það eru yfirleitt liðin sem vinna.“ Hann viðurkenndi að hann væri vonsvikinn með það hvernig hans menn brugðust við mótlætinu en sjálfur ætlar hann ekki að leggja árar í bát heldur vinna enn betur í því að undirbúa liðið fyrir átök eins og þessi. „Núna þarf ég að leggja meiri áherslu á hvernig ég stilli mína menn inn. Við erum búnir að vera að vinna í þessum hlutum mjög mikið og ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta. Það þýðir að ég þarf að vinna vinnuna mína betur til þess að passa upp á að við bregðumst betur við sem heild og einstaklingar inn á vellinum.“
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Uppgjörið: Grindavík - Keflavík 101-91 | Gula dreymir um heimavallarrétt Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli