Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar 31. janúar 2025 08:00 Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Norðausturkjördæmi Jens Garðar Helgason Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ljóst er orðið að tveir vinstri flokkar ásamt félagasamtökum mynda vinstristjórn þá sem tók við stjórnartaumunum fyrir rétt rúmum mánuði síðan. Þótt þing hafi ekki enn komið saman hefur margt drifið á daga ríkisstjórnarinnar. Öll ófrávíkjanlegu kosningaloforð félagasamtakanna, sem nærtækast er að líkja við Lionsklúbbinn Kidda, hafa til dæmis reynst sérlega frávíkjanleg. Fyrir ráðherrastólana þrjá fengu samtökin 48 strandveiðidaga að launum. Hvernig tryggja á að strandveiðiflotinn, sem klárar venjulega 48 daga kvóta á rúmlega þrjátíu dögum, fái að veiða fulla 48 daga er enn á huldu. Kætir þessi málamiðlun vart fjármála- og efnahagsráðherra sem, í rannsóknum sínum, hefur komist að þeirri niðurstöðu að strandveiðar séu einfaldlega efnahagsleg sóun. Þá hafa félagasamtökin í gegnum tíðina lýst yfir algjörri andstöðu við aðild Íslands að ESB. Þrátt fyrir það þræddi samráðherra þeirra í nýju ríkisstjórninni ganga sambandsins endilanga í leit að svörum um það hvort aðildarumsókn Íslands sé enn „virk“. Lengi lifir í gömlum ESB-glæðum, það er alveg ljóst. Kannski að félagasamtökin komi til með að kyngja ESB aðild, rétt eins og Bókun 35, Borgarlínu, brúnni yfir Fossvog og sölunni á Íslandsbanka, svo fátt eitt sé nefnt. Stærsta kosningamál samtakanna; lágmarks örorku- og ellilífeyrisbætur upp á 450 þúsund krónur, án allra skerðinga, var þegar öllu er á botninn hvolft, loforð án innistæðu. Greinilegt er að aldrei átti að standa við gefin fyrirheit fyrst formaðurinn segir nú að forsenda fyrir efndum sé yfir 50% fylgi í kosningum. Þegar formaður félagasamtakanna er innt eftir svörum um meint svik við kjósendur er þess utan svarað með útúrsnúningum og skætingi við spyrjendur. Það stendur heldur ekki á svörum hjá formanninum orðvara þegar sjónum er beint að þeim kvart milljarð sem samtökin hafa fengið frá skattgreiðendum, án þess að uppfylla skilyrði laga. Er svar formannsins á þá leið að um samantekin ráð og samsæri Sjálfstæðisflokksins og auðvaldsins í landinu sé að ræða. Samstarfsflokkarnir í ríkisstjórn þegja þunnu hljóði og tala um misbrest í framkvæmd. Reynt er að drepa málinu á dreif og Sjálfstæðisflokknum blandað í málið. Rétt er að benda áhugasömum á að Sjálfstæðisflokkurinn kláraði allar sínar skráningar árið 2022, árið sem lögin tóku gildi. Nú er árið 2025. En þar með var ekki öll sagan sögð. Einhverjum kann þó að þykja nóg um, svona á fyrstu dögum nýrrar ríkisstjórnar. Skópar týndist nýlega í menntaskóla hér í borg og þótti formanni félagasamtakanna upplagt að hringja í skólameistarann, lesa honum pistilinn og vísa í sambönd sín hjá lögreglunni. Svo virðist sem að gleymst hafi að senda umræddum formanni minnisblað um að hún væri orðin félags – og húsnæðismálaráðherra og að svona hagi maður sér ekki, hvort sem þú ert ráðherra, með sambönd í lögreglunni, eða ekki. Það er ljóst að af nógu verður að taka fyrir Sjálfstæðisflokkinn þegar að þing kemur loksins saman. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun