Króatía skoraði fyrsta mark leiksins og lagði þar með línurnar fyrir það sem var í vændum. Vissulega var leikurinn jafn framan af en eftir að skora fimm mörk gegn einu á fimm mínútna kafla fór staðan úr því að vera 5-4 Króatíu í vil í að vera 10-5 Króatíu í vil.
Munurinn var mestur orðinn níu mörk en Frakkar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiks og gáfu sér örþunnu líflínu fyrir síðari hálfleik leiksins, staðan í hálfleik 18-11 lærisveinum Dags í vil. Frakkar hófu síðari hálfleik af krafti, skoruðu þrjú mörk í röð og minnkuðu muninn niður í fjögur mörk.

Þeim tókst þó ekki að halda áfram að saxa á forystu Króatíu og var munurinn í kringum fjögur eða fimm mörk þangað til stutt var til leiksloka og Frakkland náði að minnka muninn niður í þrjú mörk.
Króatía fór hins vegar aldrei á taugum og hélt Frökkunum ávallt í hæfilegri fjarlægð. Fór það svo að Króatía vann þriggja marka sigur, 31-28, og er komið í úrslit.
𝐂𝐑𝐎𝐀𝐓𝐈𝐀 𝐅𝐑𝐎𝐌 𝐀𝐍𝐎𝐓𝐇𝐄𝐑 𝐏𝐋𝐀𝐍𝐄𝐓 🔥🇭🇷 The co-hosts left little to no chance to France — 60 minutes of power hand them the ticket to the #CRODENNOR2025 final 💥#inspiredbyhandball pic.twitter.com/jLFrYOuA2f
— International Handball Federation (@ihfhandball) January 30, 2025
Marin Jelinić og Zvonimir Srna voru markahæstir hjá Króatíu með sjö mörk hvor. Hjá Frakklandi var Dika Mem markahæstur með átta mörk.
Á morgun kemur í ljós hvort Danmörk - ríkjandi heimsmeistarar - eða Portúgal mæti Króatíu í úrslitum.