Uppfært 8:58: Reykjanesbrautin lokuð í átt að Reykjavík. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.
Frá þessu greinir á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum. Þar kemur fram að Grindavíkurvegur sé einnig orðinn þungfær og er hann tímabundið lokaður í norðurátt vegna ökutækis sem situr fast við Gíghæð.
Á vef Vegagerðarinnar segir að óvissustig sé á nokkrum leiðum fram á kvöld, svo sem á Hellisheiði og Þrengslum, Mosfellsheiði og víðar, og gætu vegir lokað með stuttum fyrirvara.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir fyrir vestan vert landið í dag, fimmtudag.
Ennfremur segir að snjóþekja og mikil skafrenningur og hvassviðri sé nú á Reykjanesbrautinni og eru vegfarendur á mjög smáum bílum beðnir að vera sem minnst á ferðinni á meðan veður gengur yfir.
Þæfingsfærð er á Hellisheiði og hálka eða hálkublettir og skafrenningur á öðrum leiðum. Ófært er á Krýsuvíkurvegi en þungfært og éljagangur á Festarfjalli.